19:50
Menningin
14.09.2021
Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.
Borgarskipulag, ný hverfi og mannleg samskipti eru undir í Þéttingu hryggðar, nýju leikriti eftir Halldór Laxness Halldórsson sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Bergsteinn ræðir við leikskáldið og leikstjóra sýningarinnar, Unu Þorleifsdóttur.
Haustsýning Hafnarborgar í ár nefnist Samfélag skynjandi vera en í henni tekur þátt fjölbreyttur hópur alþjóðlegra listamanna. Guðrún Sóley spjallar við Wiolu Ujazdowska, sýningarstjóra sýningarinnar.
Var aðgengilegt til 22. mars 2022.
Lengd: 8 mín.