Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Heimspekilegar vangaveltur fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.
Ævintýralegasta spurningakeppni sögunnar. Lestrarhestar og bókaormar töfrast inn í Söguspilið og þurfa að takast á við þrautir og spurningar sem byggja á þekktum barnabókum, þjóðsögum, kvikmyndum og ljóðum.
Nú er köttur orðinn aðeins öruggari með það að stjórna spilinu og stríðir krökkunum kannski ekki alveg eins mikið... eða hvað? Keppendur í dag eru álfasystkinin Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen og Höskuldur Sölvi Ragnarsson Thoroddsen á móti dvergasystrunum Sölku Hjálmarsdóttur og Tinnu Hjálmarsdóttur.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Iðunn Ösp Hlynsdóttir og Árni Beinteinn.
Í Húllumhæ í dag: Miðaldafréttir fjalla um gömul mánaðaheiti, Sigrún Eldjárn í Krakkakiljunni, Johnny boy og Emmsjé Gauti, Ævintýrabúðir Reykjadals 2020. Heimsmarkmið dagsins er númer 12: Ábyrg neysla og framleiðsla.
Þáttastjórnandi:
Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Fram komu:
Aron Gauti Kristinsson
Steinunn Kristín Valtýsdóttir
Jakob Birgisson
Snorri Másson
Johnny Boy
Emmsé Gauti
Ísabel Dís Sheehan
Handrit og framleiðsla:
Sigyn Blöndal og Jóhannes Ólafsson
Nýir skemmtiþættir í anda Gettu betur þar sem kraftmikil lið áhugafólks og atvinnumanna á völdum sérsviðum takast á í léttum og spennandi spurningaleik. Dómari er Örn Úlfar Sævarsson. Spurningahöfundar: Örn Úlfar Sævarsson og Margrét Erla Maack. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson. Framleiðsla: RÚV.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins að þessu sinni voru þau Elísabet Brekkan, Didda skáldkona og Ragnar Kjartansson.
Gísli fór að venju yfir helstu fréttir Vikunnar og Berglind Festival rannsakaði arkitektúr í Reykjavík.
Emmsjé Gauti spjallaði við Gísla Martein og gesti þáttarins ásamt því að loka þættinum með flutning á laginu Tossi ásamt góðu gengi.
Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Jörðin annar ekki þörf mannkyns fyrir matvæli. Um allan heim eru gerðar tilraunir með ræktun þörunga til matvælaframleiðslu og á Hellisheiði er að finna verksmiðju sem á nokkrum fermetrum getur framleitt matvæli fyrir ótrúlegan fjölda fólks.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.
Kilja vikunnar byrjar aðeins síðar en venjulega eða klukkan 21.25. Hana ber upp handritadaginn mikla, en 21. apríl eru liðin 50 ár frá því að Danir hófu að skila handritunum til Íslands. Þá var hátíð í bæ. Við minnumst þessa í þættinum. Arndís Þórarinsdóttir er í viðtali um bókina Bál tímans, en það er nokkurs konar ævisaga eins merkasta handritsins, Möðruvallabókar. Valur Gunnarsson hefur ferðast um löndin sem tilheyrðu gömlu Sovétríkjanna á löngu árabili - hann gerir þeim skil í bók sem er blanda af ferðasögu og sagnfræði og nefnist Bjarmalönd - og segir frá henni í þættinum. Rýnendur okkar fjalla um tvær bækur: Stríð og klið eftir Sverri Norland og Uppruna eftir Sasa Stanisic, hann er af bosnískum ættum, býr í Þýskalandi og hlaut Þýsku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina.
Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Þau spjalla á léttu nótunum um tónlist frá ýmsum tímum auk þess sem Víkingur leikur verk af nýlegum hljómplötum sínum á sviði Eldborgar í Hörpu.
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Í upphafi nýrrar aldar kemur fram ný kynslóð kvikmyndahöfunda sem setur áhersluna á samtímann. Umheimurinn er áberandi bæði sem sögusvið en einnig í vísunum í alþjóðlega kvikmyndahefð. Hér koma við sögu myndirnar Nói albínói, Hafið og Astrópía.
Dans- og söngvamynd frá 2001 eftir Maríu Sigurðardóttur. Regínu, tíu ára, langar að finna mann handa mömmu sinni og komast í sumarbúðir með hinum krökkunum í hverfinu. Hún kemst að því að hún getur látið hlutina gerast með því að syngja um þá. Meðal leikenda eru Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, Benedikt Clausen, Baltasar Kormákur, Halldóra Geirharðsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Sólveig Arnarsdóttir.
Myndin er hluti af þemanu Konur í kvikmyndagerð.
Sígildir breskar teiknimyndir um ævintýri hins seinheppna herra Bean.
Norskir þættir þar sem fylgst er með dýralæknum að störfum.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Ég segi stundum í gríni að orgelsmíði sé áraverk en líka áransverk," segir Björgvin Tómasson, orgelsmiður. Tónar nýs orgels hljóma í Hólskirkju í Bolungarvík, sem er fertugasta orgelið sem Björgvin smíðar. Hann setur hljóðfærin saman á verkstæði sínu á Stokkseyri og flytur svo á tilsettan stað.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lögin sem valin voru til þátttöku í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Rotterdam í Hollandi árið 2021, skoðuð frá öllum hliðum. Fastir álitsgjafar eru þau Helga Möller og Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórnandi þáttarins er Felix Bergsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Upptaka frá sérstakri skemmti- og hvatningardagskrá heildarsamtaka launafólks í tilefni baráttudags verkalýðsins árið 2021. Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hvatningarorð frá launafólki, einkenna þennan sögulega viðburð. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson. Handrit og leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir.