

Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.

Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.

Ástsælu Múmínálfarnir sem allir þekkja úr smiðju Tove Jansson mæta aftur og lenda í fleiri skemmtilegum ævintýrum.

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.

Hressir teiknimyndaþættir um ævintýri sjóræningjanna í Daufhöfn og Matthildi vinkonu þeirra. Byggðir á samnefndum bókum í þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.

Þáttaröð í sex hlutum þar sem nafnarnir og sjónvarpsmennirnir Andri Freyr Viðarsson úr þáttunum Andri á flandri og Andri Freyr Hilmarsson úr Með okkar augum leggja land undir fót og er ferðinni heitið til Bretlandseyja. Þar freista þeir þess að hitta átrúnaðargoð Andra Freys Hilmarssonar, Mr. Bean. Á meðan Andri Freyr Viðarsson reynir að komast í samband við leikarann Rowan Atkinson nota nafnarnir tímann og skoða sig um á Bretlandseyjum.
Í Wales ræða nafnarnir hvernig það hafi verið að búa í kastala auk þess sem þeirdrekka alvöru te, skoða gröf sögufrægs veiðihunds, háma í sig fisk og franskar og heimsækja bæinn Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch.
Egill Helgason fær til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Fanney Birna Jónsdóttir hefur umsjón með Silfrinu. Fyrstu gestir eru Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og fv þingmaður og Smári McCarthy þingmaður Pírata. Þau ræða málefni á vettvangi dagsins. Þá mæta formannsefni Blaðamannafélags Íslands, Heimir Már Pétursson fréttamaður og Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður. Að lokum ræðir Fanney við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Lögin sem valin voru til þátttöku í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Rotterdam í Hollandi árið 2021, skoðuð frá öllum hliðum. Fastir álitsgjafar eru þau Helga Möller og Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórnandi þáttarins er Felix Bergsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Heimildarmynd í þremur hlutum. Hljómsveitin Hatari hafði starfað í jaðarsenu íslenskrar menningar frá árinu 2016, tiltölulega lítt þekkt. Það breyttist eftirminnilega árið 2019 þegar meðlimir hennar ákváðu að senda lagið Hatrið mun sigra í Söngvakeppni RÚV. Fylgst er með ferðalagi Hatarahópsins frá upphafi til enda, hvernig þeim tókst að brjótast í gegn með boðskap sinn og hvernig ferðalagið breytti þeim. Leikstjórn: Anna Hildur Hildibrandsdóttir. Framleiðsla: Tattarrattat og RÚV.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem David Attenborough fjallar um jörðina, fjölbreytileika hennar og náttúruöflin sem móta lífið hér. Þættirnir eru talsettir á íslensku.
Sigmar Guðmundsson fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Salóme Þorkelsdóttir.
Najmo Fyiasko Finnbogadóttir hefur þurft að þola margt á lífsleiðinni þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul. Hún var þvinguð í hjónaband 11 ára gömul í fæðingarlandi sínu, Sómalíu, en flúði þaðan tveimur árum síðar og komst hingað til Íslands 16 ára gömul eftir hættulegt og langt ferðalag. Henni hefur gengið vel að aðlagast íslensku samfélagi, á hér vini og fjölskyldu og gengur menntaveginn. En að stórum hluta snýst líf hennar líka um að berjast á samfélagsmiðlum fyrir réttindum stúlkna og kvenna í Sómalíu og óhætt er að segja að nálgun hennar í þeirri baráttu sé eftirtekarverð.

Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.

Ævintýralegasta spurningakeppni sögunnar. Lestrarhestar og bókaormar töfrast inn í Söguspilið og þurfa að takast á við þrautir og spurningar sem byggja á þekktum barnabókum, þjóðsögum, kvikmyndum og ljóðum.
Í þessum fyrsta þætti Söguspilsins keppa þær Emma og Sigríður í liði dverga á móti Guðna og Bjarti í liði álfa.
Köttur og brunnur hittast í fyrsta sinn og brunnur felur ketti að stýra ævintýralega Söguspilinu en köttur á stundum erfitt með að segja satt.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir Halla Ólafsdóttir og Arnar Björnsson. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon og Jóhannes Jónsson.
Í þættinum lærum við að þekkja háhyrninga í sundur, við lítum inn í eitt fullkomnasta hljóðver landsins, við kynnum okkur framkvæmdir á Dynjandisheiði, við látum blómin tala og við tætum og tryllum með ungum ökuþór.
Viðmælendur:
Einar Már Gunnarsson
Gísli Ólafsson
Gunnar Árnason
Hafsteinn Hafliðason
Heiða Karen Fylkisdóttir
Karl O'Neill
Marie Mrusczok
Pétur Hemmingsen

Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Á síðari hluta tíunda áratugarins eru Friðrik Þór Friðriksson og Íslenska kvikmyndasamsteypan alltumlykjandi. Á þessum tíma gerir Friðrik tvær myndir, Djöflaeyjuna og Engla alheimsins. Aðrar myndir frá þessum tíma eru til dæmis Ungfrúin góða og húsið, Íslenski draumurinn, 101 Reykjavík og Myrkrahöfðinginn.

Bíómynd eftir Friðrik Þór Friðriksson frá 1996 byggð á sögu Einars Kárasonar um skrautlegar persónur í braggahverfi í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld. Meðal leikenda eru Baltasar Kormákur, Gísli Halldórsson, Sveinn Geirsson, Sigurveig Jónsdóttir og Pálína Jónsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.