Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Heimspekilegar vangaveltur fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Iðunn Ösp Hlynsdóttir og Árni Beinteinn.
Í Húllumhæ í dag: Gamall, súr víkingur í Miðaldafréttum, Roald Dahl í Krakkakiljunni, bak við tjöldin á tökum á Söguspilinu sem er að byrja og heimsmarkmið dagsins er númer 10: Aukinn jöfnuður.
Þáttastjórnandi:
Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Fram komu:
Aron Gauti Kristinsson
Steinunn Kristín Valtýsdóttir
Jakob Birgisson
Snorri Másson
Sölvi Þór Jörundsson
Lárus Blöndal
Gunni og Felix
Handrit og framleiðsla:
Sigyn Blöndal og Jóhannes Ólafsson
Nýir skemmtiþættir í anda Gettu betur þar sem kraftmikil lið áhugafólks og atvinnumanna á völdum sérsviðum takast á í léttum og spennandi spurningaleik. Dómari er Örn Úlfar Sævarsson. Spurningahöfundar: Örn Úlfar Sævarsson og Margrét Erla Maack. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson. Framleiðsla: RÚV.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins þessa Vikuna voru þau Inga Sæland stjórnmálakona, Halldór Laxness Haldórsson rithöfundur og uppistandari og Lóa Björk Björnsdóttir sviðhöfundur og fjölmiðlakona.
Gísli Marteinn fór yfir Fréttir Vikunnar og Berglind Pétursdóttir fjallaði um golfsumarið mikla sem er rétt handan við hornið.
Raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj lokaði þættinum með látum.
Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir Halla Ólafsdóttir og Arnar Björnsson. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon og Jóhannes Jónsson.
Í þættinum hittum við lögregluþjón með ýmis áhugamál, við snæðum á marokkóskum veitingastað á Siglufirði, kynnum okkur lettneskar páskahefðir, við förum í afmælisveislu og við hittum kátar klappstýrur.
Viðmælendur:
Hálfdán Sveinsson
Hilmir Þór Kolbeins
Hulda Ragnheiður Árnadóttir
Ieva Prasciunaite
Jaouad Hbib
Lauma Gulbe
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Tímamót verða í sögu íslenskra kvikmynda þegar Börn náttúrunnar er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Á þessum tíma koma fram nýiir leikstjórar sem beina sjónum sínum að borgarumhverfinu og höfða til unga fólksins. Gluggað er í myndirnar Börn náttúrunnar, Sódóma Reykjavík, Veggfóður, Svo á jörðu sem á himni, Benjamín dúfa, Tár úr steini og Ingaló.
Bein útsending frá fyrri leik Slóveníu og Íslands í umspili um laust sæti á HM kvenna í handbolta.
Bein útsending frá fyrri leik Slóveníu og Íslands í umspili um laust sæti á HM kvenna í handbolta.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.
Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan, Brynja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theodórsson.
Kveikur fjallar um einkareknar læknastofur. Staða þeirra hefur verið deiluefni í áratugi. Stjórnvöld vilja nú breyta forsendum samninga við sérgreinalækna en læknarnir eru ósáttir við það.
Sígildir breskar teiknimyndir um ævintýri hins seinheppna herra Bean.
Norskir þættir þar sem fylgst er með dýralæknum að störfum.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Mér fannst tilvalið að við myndum reyna að syngja þetta í kórnum," segir Daníel Þorsteinsson organisti og kórstjóri kirkjukórs Laugalandsprestakalls í Eyjafirði sem fékk þá hugmynd fyrir nokkrum árum að kórinn myndi syngja Credó úr Munkaþverárhandritinu svokallaða. Handritið, sem var skrifað árið 1473 og er varðveitt hjá Árnastofnun, er elsta heimildin um tvíradda söng á Íslandi og jafnvel í Evrópu. Aðeins ein síða hefur bjargast úr þessari gömlu messusöngsbók sem var í eigu munkaklaustursins á Munkaþverá.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lögin sem valin voru til þátttöku í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Rotterdam í Hollandi árið 2021, skoðuð frá öllum hliðum. Fastir álitsgjafar eru þau Helga Möller og Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórnandi þáttarins er Felix Bergsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Bein útsending frá útför Filippusar prins sem fram fer í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala.