

Heimspekilegar vangaveltur fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.

Þau elska mæður sínar, en þeim liggur ýmislegt á hjarta sem þau hafa ekki haft orð á fyrr en nú. Norskir þættir þar sem fólk ræðir við mæður sínar og fær svör við stórum spurningum.

Tíu þátta röð sem segir sögu lands og þjóðar á 100 ára afmæli fullveldis. Hvað fannst Kristjáni X Danakonungi um fullveldishugmyndir Íslendinga? Hvaða staður er sameiningartákn í augum þjóðarinnar og hvað er það sem helst hefur ógnað fullveldinu á undanfarinni öld? Hvað er það sem hefur haldið í okkur lífinu og hvernig náði fátækasta bændasamfélag Evrópu að koma undir sig fótunum og verða eftirsóknarverður staður á heimskortinu? Leikstjórn: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Sagafilm.
Við gerð sambandslagasamningsins 1918 óttuðust margir Íslendingar að Danir myndu flykkjast til Íslands og setjast hér að en sá ótti reyndist ástæðulaus. Í gegnum tíðina hefur þó ýmsum þótt álitlegt að flytja hingað, bæði í atvinnuleit og í leit að skjóli. Viðmælandi í þessum þætti er Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði.

Fanney Birna Jónsdóttir og Egill Helgason fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Fanney Birna fær til sín góða gesti í dag. Fyrst til að ræða meðal annars dóm Mannréttinda dómstólsins, aðgerðir barnamálaráðherra, sóttvarnir, bólusetningar og fleira koma þau Þórður Snær Júlíusson ritstjóri og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor kemur einnig til að ræða dóm MDE. Að lokum kemur svo Vilhjámur Árnason siðfræðingur til að tala um siðferði og samkennd þjóðar í Covid.

Íslenska óperan varð 40 ára á árinu 2020. Að því tilefni lítum við til baka og minnumst góðra stunda.


Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti hittum við krakkana í Stundin rokkar aftur þar sem þau eru að semja sitt eigið lag. Í Jógastundinni lærum við nokkrar nýjar jógaæfingar og Hrannar fær bróður sinn Darra í heimsókn í skúrinn og þeir undirbúa afmælisveislu. Tómas, Helena, Imani og Kári kíkja í heimsókn á Árbæjarsafnið og læra allt um það hvernig jólin voru í gamla daga.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórgunnur Oddsdóttir, Viktoría Hermannsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon, Gunnlaugur Starri Gylfason og Jóhannes Jónsson.
Í þættinum skoðum við surtabrandsnámu í Stálfjalli á sunnanverðum Vestfjörðum, við hittum tvíbura sem eru báðir að nema læknisfræði, við kynnum okkur netverslun sem sérhæfir sig í vörum frá smáframleiðendum, við hittum myndlistarkonu sem steypir á striga og keyrum pakka með gleðina að vopni.
Viðmælendur:
Anna Júlíusdóttir
Dagur Jónsson
Dröfn Árnadóttir
Erla Liu Ting Gunnarsdóttir
Gísli Már Gíslason
Jóhanna Björnsdóttir
Ursula Filmer
Sigurfríð Rögnvaldsdóttir
Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir
Sveinbjörg Jónsdóttir
Þórhallur Reynisson

Íslenska óperan varð 40 ára á árinu 2020. Að því tilefni lítum við til baka og minnumst góðra stunda.

Fanney Birna Jónsdóttir og Egill Helgason fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Fanney Birna fær til sín góða gesti í dag. Fyrst til að ræða meðal annars dóm Mannréttinda dómstólsins, aðgerðir barnamálaráðherra, sóttvarnir, bólusetningar og fleira koma þau Þórður Snær Júlíusson ritstjóri og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor kemur einnig til að ræða dóm MDE. Að lokum kemur svo Vilhjámur Árnason siðfræðingur til að tala um siðferði og samkennd þjóðar í Covid.