09:30
Stundin okkar: Smáseríur 2020
Þessi með gömlu handritunum, Málinu og kvíðanum
Stundin okkar: Smáseríur 2020

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.

Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.

Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.

Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.

Í þessum þætti fara Erlen og Lúkas í heimsókn á Árnastofnun til að skoða eeeeldgömul handrit sem eru búin til úr kálfsskinni. Þau skella sér líka í heimsókn í Safnahúsið og fá að prófa að skrifa með fjaðurpenna á skinn. Í Málinu mætast liðin Málverjar og Guðgrét í skemmtilegri keppni. Í þættinum Tilfinningalíf skoða Sölvi og Júlía tilfinninguna Kvíði og hvernig hægt er að láta sér líða betur ef maður finnur fyrir kvíða.

Var aðgengilegt til 21. mars 2021.
Lengd: 24 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,