Heimspekilegar vangaveltur fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti fara Erlen og Lúkas í heimsókn á Árnastofnun til að skoða eeeeldgömul handrit sem eru búin til úr kálfsskinni. Þau skella sér líka í heimsókn í Safnahúsið og fá að prófa að skrifa með fjaðurpenna á skinn. Í Málinu mætast liðin Málverjar og Guðgrét í skemmtilegri keppni. Í þættinum Tilfinningalíf skoða Sölvi og Júlía tilfinninguna Kvíði og hvernig hægt er að láta sér líða betur ef maður finnur fyrir kvíða.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Danskir heimildarþættir þar sem sex pör sem hafa verið gift í fjölda ára deila sögum úr hjónabandinu. Hvernig er það að eyða meirihluta ævinnar saman? Er hægt að elska sömu manneskjuna allt sitt líf?
Norsk gamanþáttaröð tekin upp í Karls Jóhanns-götu í Osló. Þar getur næstum allt gerst og fólkið á götunni lendir óvart í sjónvarpinu. Umsjónarmenn eru Erik Solbakken og Hasse Hope. e.
Krúttlegir og skemmtilegir þættir þar sem er fylgst með ungum dýrum þar sem þau leika sér og læra á lífið og tilveruna í faðmi fjölskyldunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.