Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura halda að það sé komið skrímsli í heimsókn en sjá svo fljótt að þetta er bara Eysteinn sem er kominn til að gista með þeim.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Á meðan Þorri og Eysteinn sofa vært byrjar ljósið í lampanum að blikka. Þura rankar við sér og sér hvað leynist í lampanum.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Afi kallar á krakkana í morgunnmat en hann er einmitt búinn að fullkomna uppskriftina að jólamöndlugrautnum.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Eysteinn opnar möndlugjöfina sína og Þura dregur Þorra inn í herbergi til að hitta Ljós.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Skemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem stöllurnar í Heimilistónum, þær Elva, Katla, Lolla og Vigdís, bjóða áhorfendum í heimsókn til sín í Heimilistónahúsið á aðventunni. Í þáttunum kennir ýmissa grasa og fléttast þar saman tónlist, húsráð, leikin atriði, föndurhorn, gógó-danskennsla og margt fleira jólalegt. Í hverjum þætti er einn aðalgestur og eru þeir ekki af lakari endanum: Katrín Jakobsdóttir, Baltasar Kormákur, Svanhildur Jakobsdóttir og Valdimar. Skvísurnar í Heimilistónum tryggðu sér krafta nokkurra landsþekktra leikara sem bregða sér í hin ýmsu gervi. Þeir eru: Gói Karlsson, María Heba Þorkelsdóttir, Oddur Júlíusson, Sigurður Þór Óskarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjórn og dagskrárgerð: Kristófer Dignus.
Tónleikaupptaka sem gerð var í desember 2020 í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Ellen Kristjánsdóttir, KK og Jón Ólafsson flytja gömlu góðu íslensku jólalögin sem ómuðu úr viðtækjum landsmanna á fyrstu áratugum Rásar 1. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld fræðumst við um hönnunarverkefnið Misbrigði, við förum á rúningsnámskeið þar sem allir nemendurnir eru konur, við verslum í bókabúð Barnanna á Grenivík og við förum á jólatónleika með fjölskyldunni á Skerðingsstöðum í Dölum.
Spurningaþáttur á léttu nótunum í tilefni af 40 ára afmæli Rásar 2. Einn áratugur verður tekinn fyrir í hverjum mánuði, en það eru áttan, nían, núllið og ásinn. Spyrlar: Salka Sól Eyfeld, Sigurður Þorri Gunnarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir. Spurningahöfundur: Jóhann Alfreð Kristinsson. Verkefnastjóri: Kristján Freyr Halldórsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson. Framleiðsla: RÚV.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Hljómsveitin Baggalútur býður til jólatónlistarveislu í Skíðaskálanum í Hveradölum á laugardögum í desember. Góðir gestir koma í heimsókn og flutt verða gömul og ný jólalög sem koma landsmönnum í sannkallaðan „jólafíling“. Dagskrárgerð: Baggalútur. Stjórn útsendingar: Gísli Berg.
Ævintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Þættirnir eru framhald af þáttaröðinni Horfna rafherbergið. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Það eru aðstoðarmenn í háloftunum líka. Sjón er sögu ríkari.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þura kynnir Þorra fyrir jóla-ljósálfinum Ljósi og í sameiningu hjálpast þau að við að hughreysta Ljós.
Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson skoða gamalt myndefni sem tengist jólunum og varðveitt er í Kvikmyndasafni Íslands. Þar eru meðal annars myndir frá jólaundirbúningi, jólaverslun, jólaboðum og jólatrésskemmtunum - af prúðbúnu fólki, kökum og jólatrjám, ýmist með rafljósum eða lifandi kertum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Tólfta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Dönsk jólamynd frá 2018 í leikstjórn Papriku Steen. Jólin eru gengin í garð og það er komið að Katrine að halda hið árlega jólaboð fjölskyldunnar. Hún kvíðir kvöldinu vegna óuppgerðra mála sem leita yfirleitt á yfirborðið þegar fjölskyldan hittist. Aðalhlutverk: Paprika Steen, Jacob Lohmann og Mikas Maximus Dalhoff Christiansen.
Upptaka frá jólatónleikum Baggalúts í Háskólabíói 2019. Jólastórsveit Baggalúts, gestir og leynigestir spila og syngja gömlu lummurnar í bland við glansandi ferska smelli. Allt sem þú þarft til að koma þér í klikkaðan jólafíling. Stjórn upptöku: Gísli Berg. Framleiðsla: Baggalútur.