Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fyrsta fjármáláætlun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt í morgun og hagræða á um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Rýnt er í fjármálaáætlunina í Kastljósi kvöldsins með Ásgeiri Brynjari Torfasyni ritstjóra Vísbendingar og doktor í fjármálum og Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.
Fatahönnuðurinn Arason segir flíkur sínar eiga að standast bæði tímans og tískunnar tönn í 20 ár. Hann skilgreinir vel klæddan karlmann í Kastljósi kvöldsins.