ok

Óteljandi Öskubuskur

10. þáttur - Kolbítur í öskustó, Rhodopis og Mah Pashooni

Í þessum tíunda og síðasta þætti í bili förum við hratt yfir sögu og þeysumst um lönd. Við kynnumst þremur Öskubusku-sögum og í einni þeirra er Öskubuska strákur! Við byrjum í Íran og kynnumst sögunni af Mah Pashooni eða stúlkunni með ennismánann, förum svo tvöþúsund ár aftur í tímann til Grikklands hins forna og skoðum söguna um Rhodopis sem hugsanlega var hin upprunalega Öskubuska. Við endum svo á sögunni um Kolbít í öskustó þar sem söguhetjan er karlkyns.

Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Frumflutt

1. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Óteljandi ÖskubuskurÓteljandi Öskubuskur

Óteljandi Öskubuskur

Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.

Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Þættir

,