Hvar erum við núna?

Vestfirðir

Í þessum þætti ferðumst við um Vestfjarðarkjálkann, jafnvel þó við vitum ekki alveg afhverju hann er kallaður kjálkinn. Sérfræðingar þáttarins koma frá ýmsum stöðum á Vestfjörðum en það eru Kormákur Elí frá Hólmavík, Urður frá Ísafirði og þau Lara Alexandra og Guðmundur Sævar frá Patreksfirði. Þjóðsaga þáttarins fjallar um fyrstu landnámskonuna í Bolungarvík, hana Þuríði sundafylli, og rifrildi sem hún átti við bróður sinn en það fór alveg gjörsamlega úr böndunum. Ef þið leggið vel við hlustir allan þáttinn þá er klárt mál þið vinnið spurningakeppnina í lokin!

Frumflutt

18. júní 2020

Aðgengilegt til

12. ágúst 2025
Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,