Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hugverkaiðnaðurinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum og því er nú spáð að hann verði stærsta útflutningsstoð Íslands árið 2030. Samtök iðnaðarins leggja mikla áherslu á að til þess að þetta verði þurfi að fjölga fólki í tæknigreinum. Rætt við Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, og Sigurjón Þórðarson, formann atvinnuvegnanefndar.
Fyrirtækið Sóley organics er eitt fjölmargra nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Rætt var við stofnanda þess um þróunina og rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja á Íslandi.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni mætast lið Hafnfirðinga og Ísfirðinga. Lið Hafnfirðinga skipa Erla Ruth Harðardóttir, Gísli Ásgeirsson og Steinn Jóhannsson en fyrir Ísfirðinga keppa Fjölnir Ásbjörnsson, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson og Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju þessarar viku fjöllum við um merkilegt rit sem nefnist Tímanna safn. Það inniheldur alls kyns forvitnileg sýnishorn úr Landsbókasafninu, skjöl, handrit, dagbækur, eldgamlar plötur, símaskrár og margt fleira. Ritstjórar bókarinnar eru Halldóra Kristinsdóttir og Hildur Ploder Vigfúsdóttir. Rithöfundurinn Magnús Sigurðsson kemur í þáttinn en bók hans Glerþræðirnir hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjuleg og skemmtileg efnistök. Skáldið Ásdís Óladóttir segir okkur frá ljóðabók sinni sem nefnist Rifsberjadalurinn. Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við okkur um frægustu ljóðabók íslenskrar bókmenntasögu, Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson, en nú er komin út enn ein útgáfa af henni. Gagnrýnendur okkar bregða á leik og fara á Bókamarkaðinn í Holtagörðum, koma svo klyfjuð af bókum í þáttinn.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Grænlendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa leiðtoga landsins næstu fjögur ár. Víða um heim er áhugi á kosningunum og meginástæðan er yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um að leggja Grænland undir sig eða kaupa það. Kjörstöðum verður lokað klukkan tíu að íslenskum tíma og niðurstöður kosninganna liggja fyrir í fyrramálið. Við ræðum kosningarnar og stöðu Grænlands við Boga Ágústsson fréttamann og Steinunni Þóru Árnadóttur, fyrrverandi formann Vestnorræna ráðsins. Þá heyrum við í Lindu Lyberth Kristiansen, grænlenskri konu sem býr hér á landi, um viðhorf Grænlendinga til kosninganna.
Hreyfing á líkamsræktarstöðvum er fyrir löngu orðin partur af lífi fjölmargra. Flestir láta það nægja að fara nokkrum sinnum í viku, en svo er til fólk sem tekur þetta skrefinu lengra. Óðinn Svan fór á æfingu með tveimur ungum mönnum sem lifa hreinlega fyrir ræktina.
Íslensk heimildarmynd þar sem við kynnumst átta íslenskum konum á ólíkum aldri sem eiga það sameiginlegt að glíma við sjúkdóminn endómetríósu. Endómetríósa er krónískur bólgu- og verkjasjúkdómur sem hefur áhrif á milljónir kvenna um allan heim. Í myndinni segja konurnar frá líkamlegum, tilfinningalegum og félagslegum áskorunum sem þær standa frammi fyrir vegna þessa flókna og óvægna sjúkdóms. Leikstjórn: Þóra Karítas Árnadóttir. Framleiðsla: Silfra Productions og Endó-samtökin.
Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þriðja þáttaröðin um daglegt líf og hættulegt starf lögregluþjóna í Malmö og ógnvekjandi andrúmsloftið sem gerir stöðugt erfiðara að aðskilja vinnuna og einkalífið. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Bresk glæpaþáttaröð frá 2022 byggð á sönnum atburðum. Samfélagið í námuþorpi á Mið-Englandi sundrast þegar tveir íbúar þess finnast myrtir. Lögregluna grunar að morðin tengist yfirstandandi námuverkfalli. Aðalhlutverk: David Morrissey, Lesley Manville og Robert Glenister. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.