Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Farið yfir stöðu menningarlífs og fjölmiðla í samtali við Njörð Sigurjónsson, doktor í menningarstjórnun og Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Formannsspjall þáttarins er við Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri grænna.
Ellefta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.
Sænskir þættir sem fjalla um ævintýri sem eiga sér stað í sumarbúðum í Svíþjóð. Þar eru foringjarnir ekki alveg eins og fólk er flest og forvitin börn lenda í fjörugum aðstæðum, sem innihalda meðal annars boga, brjálaða geitunga og bjarnargildrur!
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Selma Björnsdóttir, Kolbeinn Tumi Daðason, Regína Ósk Óskarsdóttir og Sigursveinn Þór Árnason.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Yrsa Sigurðardóttir, Bubbi Morthens og Hildur Vala Baldursdóttir.
Berglind Festival sýnir annan þáttinn úr þriggja þátta seríunni Atkvæðið er blint.
Hljómsveitin CYBER og Jónsi loka þættinum með laginu The Event.
Ungversk kvikmynd frá 2018. Irisz Leiter er ung kona í Búdapest árið 1913. Hana dreymir um að taka við hattagerð foreldra sinna en framtíðaráformin fuðra upp þegar andrúmsloftið í borginni þyngist skyndilega og blikur heimsstyrjaldar sjást á lofti. Leikstjóri: László Nemes. Aðalhlutverk: Juli Jakab, Vlad Ivanov og Evelin Dobos. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.