24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í öðrum þætti eigast við lið Norðurþings og Hveragerðis.
Fyrir Norðurþing keppa Ljótu hálfvitarnir Guðmundur Svafarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason og lið Hveragerðis skipa Sævar Helgason, Svava Þórðardóttir og Njörður Sigurðsson.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Sigurður og Viktoría fara og skoða jakka sem sagður er koma úr Petsamó ferðinni svokölluðu og mun hafa verið notaður sem gestabók um borð í Esjunni á leið hennar til Reykjavík frá Petsamo í Finnlandi. Um leið fræðast þau um þessa merkilegur ferð en flestir farþeganna voru Íslendingar sem höfðu dvalist um lengri eða skemmri tíma í Kaupmannahöfn og annarstaðar í Evrópu. Í ferðinni skapaðist mikill vinskapur milli ferðalanganna og þeir styttu sér stundir við ýmislegt á ferðalaginu sem svo sannarlega var ekki hættulaust.
Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Portúgals og Brasilíu á HM karla í handbolta.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Kynningarþáttur þar sem við komumst að því hver taka þátt í Söngvakeppninni 2025 og áhorfendur fá í fyrsta sinn að heyra brot úr keppnislögunum. Dagskrárgerð: Árni Beinteinn Árnason.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Daníel Ágúst Haraldsson og Logi Geirsson.
Berglind Festival kynnir sér stöðvun staðreyndavöktunar á samfélagsmiðlum.
Soffía Björg flytur lagið Draumur að fara í bæinn.
Sakamálaþættir byggðir á skáldsögum eftir P. D. James. Rannsóknarlögreglumaðurinn og ljóðskáldið Adam Dalgliesh rannsakar sakamál um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Bertie Carvel, Carlyss Peer og Jeremy Irvine. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Chela og Chiquita hafa verið saman í yfir 30 ár. Þær eru af auðugum ættum en eru nú komnar í fjárhagsvanda. Þegar Chiquita endar í fangelsi fyrir tilraun til fjársvika þarf Chela að aðlagast nýju lífi. Aðalhlutverk: Norma Codas, Margarita Irun og Ana Brun. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Tékklands og Póllands á HM karla í handbolta
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Sviss og Þýskalands á HM karla í handbolta.