Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa.
Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
Marri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.
Baldur er undarlegur unglingur sem fær það hlutverk að passa hundinn Konráð. Konráð er hins vegar talandi hundur og miklu gáfaðri en Baldur. Spurningin er þá: Hver passar hvern?
Heimildarmynd frá 2012. Roald Dahl er almennt talinn í hópi helstu sagnameistara 20. aldar og eftir hann liggja fjölmörg sígild ævintýri sem gleðja milljónir barna enn í dag. En hver var maðurinn á bak við sögurnar? Gamanleikarinn og rithöfundurinn David Walliams skoðar málið og spjallar við fjölskyldu Dahls og samstarfsfólk.
Danskir ferða- og matreiðsluþættir. Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kynnist bakstri og lífi víða um heim.
Heimildarmynd í tveimur hlutum. Árið 2018 fögnuðu Íslendingar 100 ára fullveldisafmæli. Sjálfstæðisbarátta Íslendinga hafði verið rekin allt frá miðri 19. öld. Í skrefum fékkst heimastjórn, fullveldi og árið 1944 lauk loks konungssambandi við Danmörku og lýðveldi var stofnað á Íslandi. Það reyndist Íslendingum ekki alltaf einfalt að búa á fátækasta og minnsta landi í Evrópu. Þjóðin bar þó höfuðið hátt og tók sitt pláss í samfélagi þjóða.
Fjallað er um aðdraganda fullveldis fram að upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar 1939.
Færeyski tónlistarmaðurinn Kári Bæk samdi verk fyrir gítarleikarann Ólav Jakobsen. Tónverkið lýsir samsýningu fremstu listmálara Færeyja. Ólavur og Bárður Jákupsson ræða um tónlistina og listaverkin. Listamennirnir eru Torbjørn Olsen, Frimod Joensen, Ingálvur av Reyni og Sámal Joensen-Mikines. Leikstjóri: Carsten Macdonald Arnskov.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld förum við upp á Hofsjökul með starfsfólki Veðurstofunnar til að mæla breytingar á jöklinum, við kíkjum inn í Óskarsbragga á Raufarhöfn, við heyrum í austfirsku þungarokkshljómsveitinni Chögma og við tökum þátt í Stapavöku í Stapaskóla í Innri Njarðvík.
Heimildarmynd um rithöfundinn og hugsjónakonuna Steinunni Sigurðardóttur sem átti 50 ára rithöfundarafmæli á árinu 2019. Í myndinni er fjallað um verk hennar í gegnum tíðina, gildi skáldskaparins og mikilvægi baráttunnar fyrir því að vernda náttúruna í sinni stærstu og smæstu mynd. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson og Arthúr Björgvin Bollason. Framleiðandi: Ljóney ehf.
Upptaka frá árlegri hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema sem var haldin í Hörpu 3. febrúar. Keppnin snýst um að koma heimatilbúnum farartækjum eftir þrautabraut en það reynir á nákvæmni, hraða og útsjónarsemi. Dagskrárgerð: Stefán Drengsson.
Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum hlutum um mannskæð snjóflóð sem féllu á byggðina í Norðfirði 20. desember 1974 og sópuðu burt öllu sem á vegi þeirra varð.
Í lokaþættinum er fjallað um uppbygginguna á Norðfirði, samstöðu bæjarbúa, gerð snjóflóðavarnargarða, eftirmál flóðanna og áhrifin sem þau höfðu á fólkið á staðnum.
Dægurmálaþættir frá 1990. Umsjón: Valgeir Guðjónsson. Stjórnandi: Eggert Gunnarsson.
Dönsk þáttaröð um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft hefur loksins fundið klútinn sinn en þarf nú að finna út úr því hvernig það nær honum til baka! Áróra nær að gera við hjólið sitt alveg sjálf og Sunna lætur krakkana keppa í reipitogi.
Víkingaprinsessan Guðrún býr úti í óbyggðum og á í sterku samband við náttúruna og dýrin.
Í þessum þáttum kynnumst við afkvæmum dýra frá mismunandi stöðum um allan heim. Við fræðumst um hvernig þau þroskast, hvernig þau sækja sér æti og svo margt margt fleira.
Stuttir þættir þar sem Hrúturinn Hreinn og vinir hans fara á kostum.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Önnur þáttaröð þessara íslensku dramaþátta. Benedikt Ríkharðsson snýr aftur í stjórnmál eftir að hafa tekið sér leyfi frá embætti forsætisráðherra vegna geðhvarfa. Hann kemur auga á ýmis konar ranghugmyndir stjórnkerfisins um samfélagið sem honum reynist erfitt að fá breytt enda brennimerktur vegna fordóma í garð geðsjúkdóma. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir.
Benedikt stendur frammi fyrir krísu þegar spennan milli Íslands og Noregs eykst vegna veiðideilu við Svalbarða. Á sama tíma dregur Steinunn sig í hlé í sumarhús fjölskyldu sinnar. Grímur reynir að styðja þau bæði í miðri pólitískri og persónulegri ókyrrð.
Bíómynd eftir Friðrik Þór Friðriksson frá 1996 byggð á sögu Einars Kárasonar um skrautlegar persónur í braggahverfi í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld. Meðal leikenda eru Baltasar Kormákur, Gísli Halldórsson, Sveinn Geirsson, Sigurveig Jónsdóttir og Pálína Jónsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Rúmensk spennumynd frá 2019. Lögreglumaðurinn Cristi lifir á jaðrinum sem uppljóstrari innan rúmensku mafíunnar og flugumaður glæpamanna innan lögreglunnar. Þegar þýfi upp á þrjátíu milljónir evra er annars vegar þurrkast öll skyldurækni endanlega út og engin leið að vita hverjum má treysta. Leikstjóri: Corneliu Porumboiu. Aðalhlutverk: Vlad Ivanov, Catrinel Marlon og Rodica Lazar. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
The second season of this Icelandic drama series. Benedikt Ríkharðsson returns to politics after taking a leave of absence from the post of prime minister, due to living with bipolar disorder. He finds various misconceptions in the political system about society that he finds difficult to change, as he is stigmatised because of prejudice against mental illness. Starring Ólafur Darri Ólafsson and Anita Briem. Directors: Arnór Pálmi Arnarson and Katrín Björgvinsdóttir.
Benedikt is facing a crisis, as tensions between Iceland and Norway rise due to a fishing dispute with Svalbard. At the same time, Steinunn takes a break at her family's summer house. Grímur tries to support them both in the midst of political and personal turbulence.