Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi um gjaldþrot Northvolt, stöðuna í Úkraínu og kosningarnar á Grænlandi.
Grjótmulningsstöðin á Ártúnshöfða á að víkja fyrir Borgarlínu. Arnhildur Pálmadóttir arkitekt vakti athygli á þessu í vikunni og segir tímabært að læra að meta það sem við eigum. Gæði felist í því að geta lesið iðnaðarsöguna í byggingum eins og þessum húsum.
Á laugardag hefst ný þáttaröð á Rás 1, Tilraun sem stóð í 1000 ár heitir hún. Guðrún Hálfdánardóttir fjallar þar um sögu byggðarinnar í Flatey á Skjálfanda og öðrum afskekktum byggðum.
Í síðasta hluta þáttarins var Eiríkur Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður, gestur okkar. Hann hefur rannsakað tildrög og afleiðingar þess að Danir ákváðu að gefa Íslendingum styttuna af Bertel Thorvaldsen árið 1874.
Tónlist:
Ingi Bjarni Trio - Visan.
Marína Ósk - Haflína.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við erum að nálgast miðjan Mottumars, slagorð þessa árlega átaks Krabbameinsfélagsins, gegn krabbameinum hjá körlum, þetta árið er: Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Þar er vakin athygli á óheilbrigðum og heilbrigðum lífsvenjum sem við getum haft. Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfrétta, kom til okkar í dag og deildi sögu sinni, en hann greindist með blöðruhálskrabbamein nánast fyrir tilviljun fyrir rúmu ári. Með Guðna kom Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Í Hafnarfirði hefur börnum og ungmennum með margvíslegan vanda staðið til boða að fara í músíkmeðferð hjá Ingu Björk Ingadóttur músíkmeðferðarfræðingi. En hvað er músíkmeðferð? Inga segir að hver og einn hafi sinn eigin grunntón, takt, flæði og hraða og þegar unnið sé markvisst með tónlistina sé hún ótrúlega öflug. Meðferðin hentar vel þeim sem eigi erfitt með hefðbundna tjáningu og henti einmitt þar sem samtalsmeðferð geri það ekki. Við ræddum við Ingu Björk í þættinum og sungum með henni lag, sem hún hafði sérstaklega samið texta fyrir okkur og þáttinn.
Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja sýnir um þessar mundir í Árnesi gleðileikinn Sex í sveit í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Fyrstu sýningum hefur verið mjög vel tekið enda fjörmikil sýning og hlutverkin eru auðvitað í höndum fólks úr sveitinni, fólk sem leggur á sig að æfa hvert einasta kvöld í margar vikur eftir fullan vinnudag. Oddrún Ýr Sigurðardóttir er ein þeirra sem leikur í sýningunni, hún er líka garðyrkjubóndi í Garðyrkjustöðinni í Hrunamannahreppi, þroskaþjálfi og reiðkennari. Við heyrðum í Oddrúnu í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Við viljum lifa / Ríó Tríó (L. Alberto, texti Helgi Pétursson)
Lífið er lotterí / Þrjú á palli (höf lags ókunnur, texti Jónas Árnason)
Í ró / Inga Björk Ingadóttir (Inga Björk Ingadóttir)
Leikur að vonum / Mánar (Ólafur Þórarinsson, texti Jónas Friðrik Guðnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þessari viku fær Grænland sérstaka athygli á Rás 1 og flutt verður grænlensk tónlist í þættinum "Á tónsviðinu". Þar er af ýmsu að taka og má þar til dæmis nefna trommudans, kórlög eftir grænlensku tónskáldin Jonathan Bertelsen, Peter Olsen og Henrik Lund, og tónlist sem hinn þekkti söngvari Rasmus Lyberth hefur samið. Einnig verður flutt lag sem kom út á plötu með grænlensku rokksveitinni Sume árið 1973 og var tileinkað Heimaey í tilefni af Vestmannaeyjagosinu sama ár. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.

Útvarpsfréttir.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Héðins Halldórssonar er Salka Guðmundsdóttir, leikskáld.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Strákurinn og fiðlan (Brasilía)
Og þess vegna hló fiskurinn...(Indland)
Leikraddir:
Agnes Wild
Anna Marsibil Clausen
Arna Rún Gústafsdóttir
Felix Bergsson
Guðni Tómasson
Hafsteinn Vilhelmsson
Karl Pálsson
Kristján Guðjónsson.
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.

Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við erum að nálgast miðjan Mottumars, slagorð þessa árlega átaks Krabbameinsfélagsins, gegn krabbameinum hjá körlum, þetta árið er: Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Þar er vakin athygli á óheilbrigðum og heilbrigðum lífsvenjum sem við getum haft. Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfrétta, kom til okkar í dag og deildi sögu sinni, en hann greindist með blöðruhálskrabbamein nánast fyrir tilviljun fyrir rúmu ári. Með Guðna kom Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Í Hafnarfirði hefur börnum og ungmennum með margvíslegan vanda staðið til boða að fara í músíkmeðferð hjá Ingu Björk Ingadóttur músíkmeðferðarfræðingi. En hvað er músíkmeðferð? Inga segir að hver og einn hafi sinn eigin grunntón, takt, flæði og hraða og þegar unnið sé markvisst með tónlistina sé hún ótrúlega öflug. Meðferðin hentar vel þeim sem eigi erfitt með hefðbundna tjáningu og henti einmitt þar sem samtalsmeðferð geri það ekki. Við ræddum við Ingu Björk í þættinum og sungum með henni lag, sem hún hafði sérstaklega samið texta fyrir okkur og þáttinn.
Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja sýnir um þessar mundir í Árnesi gleðileikinn Sex í sveit í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Fyrstu sýningum hefur verið mjög vel tekið enda fjörmikil sýning og hlutverkin eru auðvitað í höndum fólks úr sveitinni, fólk sem leggur á sig að æfa hvert einasta kvöld í margar vikur eftir fullan vinnudag. Oddrún Ýr Sigurðardóttir er ein þeirra sem leikur í sýningunni, hún er líka garðyrkjubóndi í Garðyrkjustöðinni í Hrunamannahreppi, þroskaþjálfi og reiðkennari. Við heyrðum í Oddrúnu í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Við viljum lifa / Ríó Tríó (L. Alberto, texti Helgi Pétursson)
Lífið er lotterí / Þrjú á palli (höf lags ókunnur, texti Jónas Árnason)
Í ró / Inga Björk Ingadóttir (Inga Björk Ingadóttir)
Leikur að vonum / Mánar (Ólafur Þórarinsson, texti Jónas Friðrik Guðnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Fella á hluta Amazon-frumskógarins í Brasilíu vegna loftslagsráðstefnu COP sem þar fer fram í nóvember. Fjögurra akreina hraðbraut sem á að byggja fyrir ráðstefnuna mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum regnskóginum. Við ræðum þessi mál og ráðstefnuna framundan við Guðmund Steingrímsson, stjórnarmann í Landvernd.
Vísindamenn við Rannsóknastofu í næringarfræði og Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ vinna að rannsókn á mengunarefnum í Íslendingum. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni innan Evrópuríkja þar sem ætlunin er að kanna hvort styrkur tiltekinna efna sé að aukast eða minnka í Evrópubúum. Ása Valgerður Eiríksdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og eiturefnamælingum við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, kemur að rannsókninni og segir okkur betur frá.
Á Alþingi í dag fer fram sérstök umræða um stöðu efnahagsmála í aðdraganda fjármálaáætlunar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er málshefjandi og verður gestur okkar.
Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og dósent við félagsvísindasvið HÍ ræðir tálbeituaðgerðir við okkur.
Félag sjúkraþjálfara sendi frá sér aðvörunarorð í gær gegn því að börn yngri en tveggja ára séu send til hnykkjara eða kírópraktors. Þá vara þau líka við allri hnykkmeðferð við einkennum sem ekki eru stoðkerfistengd hjá átján ára og yngri. Gunnlaugur Briem sem er formaður félagsins ræðir málið við okkur.
Arnar Pétursson, margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum og hlaupaþjálfari, verður gestur okkar í lok þáttar og gefur ráð til þeirra sem eru að fara af stað inn í hlaupasumarið.



Létt spjall og lögin við vinnuna.
Spinal Tap 2 loksins væntanleg, Prince elskaði Nemo, Nick Cave biðst afsökunnar, afmælisbarn dagsins og plata vikunnar.
Lagalisti þáttarins:
GCD - Mýrdalssandur.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
Sharon Jones & The Dapkings - How Long Do I Have To Wait For You.
CHARLES BRADLEY - Changes.
Weeknd, The, Justice - Wake Me Up.
U2 - Mysterious Ways.
Clayton, Adam, Mullen, Larry - Mission impossible : theme.
Teddy Swims - Guilty.
THE CURE - Lovesong.
DAVID BOWIE - Let's Dance (80).
SUGARCUBES - Birthday.
PIXIES - Gigantic.
PAOLO NUTINI - Last Request.
Nýdönsk - Raunheimar.
THE THRILLS - Big Sur.
Nelson, Willie - On the road again.
Daniels, Charlie Band - The Devil went down to Georgia.
Dacus, Lucy - Ankles.
THE VERVE - Lucky Man.
Myrkvi - Glerbrot.
PRINCE - When doves cry.
THE ROOTS Feat. CODY CHESNUTT - The Seed (2.0).
Carpenter, Sabrina - Busy Woman.
JAGÚAR - One Of Us [Radio Edit].
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
STEPHEN SANCHEZ - Until I Found You.
METRONOMY - The Look.
Árný Margrét - Greyhound Station.
PAUL McCARTNEY & MICHAEL JACKSON - Say Say Say.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
YEAH YEAH YEAHS - Gold Lion.
EDWARD SHARPE & THE MAGNETIC ZEROS - Home.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
KINGS OF LEON - Sex On Fire.
RED HOT CHILI PEPPERS - Can?t Stop.
MANNAKORN - Kontóristinn.
K'S CHOICE - Not An Addict.
SIGRID - Don't kill My Vibe.
Abrams, Gracie - That's So True.
WARMLAND - Overboard.
THE STONE ROSES - Waterfall.
DEEP PURPLE - Burn.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.