Sönggyðjurnar

Bessie Smith og blússöngkonurnar

Það eru engar hljóðritanir til með blússöngkonum í stíl götusöngvara einsog Blind Lemmon Jefferson eða alþýðusöngvara á borð við Leadbelly. Fyrsta þekkta blússöngkonan, en þær sungu jafnan með djasssveitum, var Ma Raney og skömmu síðar steig keisaraynja blússins fram í sviðsljósið: Bessie Smith.

Frumflutt

4. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sönggyðjurnar

Sönggyðjurnar

Í þessum þáttum er fjallað um bandarískar sönggyðjur allt frá því Bessie Smith og hinar kröftugu blússöngkonur hófu hljóðrita með djasshljómsveitum til helstu djasskvenna okkar tíma einsog Dee Dee Bridgewater. Billie Holliday, Ella Fitzgerald og Sarah Vaughan eru drottningar djassins, en fjöldi annarra söngkvenna gerðu garðinn frægan þótt sjaldnar heyrist þær á öldum ljósvakans, nema þá gospelsöngkonan Mahalia Jackson og söngkonur sem voru á mörkum djass og popps einsog Nina Simone og Diana Washington. Samt sem áður eru þær margar sem ekki eiga skilið falla í gleymsku og verða kynntar í þessum þáttum jafnt sem hinar frægari.

Umsjón með þáttunum hefur Vernharður Linnet.

(Áður á dagskrá 2008)

Þættir

,