Kvöldfréttir

Fylgið á fleygiferð hjá forsetaframbjóðendum og lög sem skerða málfrelsi

Fylgið hjá forsetaframbjóðendunum er enn á mikilli hreyfingu, segir stjórnmálafræðingur. Dagamunur getur verið á því hvaða frambjóðanda fólk hyggst kjósa.

Kappræður með öllum frambjóðendunum tólf verða í sjónvarpinu í kvöld og í fyrsta skipti verður notast við talgreini til texta útsendinguna.

Kosið verður til sveitastjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar á morgun. Kjósendur geta valið á milli tveggja lista

Íslenskur háskólaprófessor í Bandaríkjunum segir lög sem samin voru og samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings til bregðast við mótmælum háskólastúdenta skerði bæði málfrelsi hans og akademískt frelsi. Fyrrverandi ráðgjafi í innsta hring Donalds Trumps bar í dag vitni gegn forsetanum fyrrverandi.

Frumflutt

3. maí 2024

Aðgengilegt til

3. maí 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,