Mynd með færslu

Orð um bækur

Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Það eru Sprungur víða og vellur upp úr

Nýlega sendi Jón Örn Loðmfjörð frá sér þriðju ljóðabók sína. Sprungur heitir hún og hennar hafði verið beðið nokkuð, því Jón Örn hefur á síðustu tveimur árum flutt mörg ljóða þessarar nýju bókar á ljóðakvöldum.
10.06.2017 - 10:07

Bókmenntirnar draga fortíðina upp á yfirborðið

Paulette Ramsey er fræðimaður á sviði bókmennta og tungumála og yfirmaður deildar erlendra tungumála við háskóla Vestur-Indía í Kingston á Jamaicu. Hún var ein þeirra fræðimanna sem hélt fyrirlestur á ráðstefnu um eyjar heimsins og bókmenntir þeirra...
10.06.2017 - 09:56

Ljóðskáld nenna ljóðrænum verkefnum

Þær Axîn Welat, Kristín Bjarnadóttir og Louise Halvardsson  og Anna Mattsson, úr skáldahópnum PoPP  (Poeter orkar Poetiska Projekt) verða í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta með sitt skemmtilega prógramm Heim úr öllum áttum. Þær eru búnar að lesa...
07.06.2017 - 18:46

Þroskasaga sem er ljóð og súrealísk saga

Fimmtudaginn 1. júní voru í gunnarshúsi afhentir nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Nýræktarstyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu fyrstu verka og var þetta í tíunda sinn sem þessum styrkjum er úthlutað og höfðu aldrei borist jafnmargar...
06.06.2017 - 14:42

Bókmenntir ljósi hreyfanleika

Hvernig gengur höfundum sem skrifa á öðru tungumáli en því sem talað er í landinu sem þeir hafa sest að í að verða hluti af bókmenntasamfélaginu í því landi. Er gert ráð fyrir því í tengslum við opinbera styrki að rithöfundar og skáld sem skrifa á...
06.06.2017 - 14:26

Mikilvægt að virða staðreyndir í sannsögum

segir bandaríski rithöfundurinn Leila Philip sem nú er stödd Reykjavík á ráðstefnunni NonfictioNOW þar sem 400 rithöfundar hvaðaæva að úr heiminum ræða hvers kyns óskáldaðar bókmenntir, sannsögur og sannljóð. Auk þess að koma fram í málstofu hafði...
03.06.2017 - 11:19

Þáttastjórnendur

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Orð um bækur

Orð um bækur um djúp, sólríkar eyjar og ljóð heimsins
24/06/2017 - 16:05
Mynd með færslu

Orð um bækur

Orð um ljóð og tungumál hér og þar
10/06/2017 - 16:05

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016

Íslendingar tilnefna gagnrýninn skáldskap

Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 verður tilkynnt hverjir hljóta verðlaun Norðurlandaráðs þetta árið. Bækurnar sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hafa á undanförnum vikum...

Finnar tilnefna sögulegar skáldsögur

Að vanda eru önnur bókin sem Finar tilnefna skrifuð á finnsku en hin á sænsku. Og eins og svo oft áður er í báðum tilvikum um sögulegar skáldsögur að ræða. Sú finnlandssænska Maskros gudens barn gerist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og...

Einar Ben vs Ben Einarsson í myrkri sögunnar

Færeyingar tilnefna nú til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs skáldsöguna Eg síggi teg betur í myrkri eftir færeyska ljóðs - og sagnaskáldið Carl Jóhan Jensen. Íslenskri bókmenntaunnendur hafa haft tækifæri til að kynnast sagnaseiði Carls Jóhans en...

Háski og hormónar en aðallega þó síminn

Önnur bókin sem Svíar tilnefna til Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs er teiknimyndsagan Iggy 4 - ever eða Iggy að eilífu eftir Hönnu Gustafsson sem er margverðlaunuð fyrir myndskreytingar sína og teiknimyndasögur.

Ævintýri um græðgi og ótta

Rithöfundurinn Frida Nilson staðfestir í bókinni Ishavspirater eða Sjóræningjar í Íshafinu að hún hefur fundið spennandi aðferð við að segja börnum sögur sem skipta máli. Henni hefur oft verið líkt við Astrid Lindgren 21. aldarinnar en sú öld er...