Innlent

Innbrotum fer fækkandi

Innbrotum hefur farið fækkandi á milli ára og er þróunin góð að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sjónarvottar að handtöku innbrotsþjófs í nótt segja lögregluna eiga hrós skilið fyrir skjót viðbrögð.
25.05.2017 - 00:06

Íslandsmet í frjókornum á óvenjulegum tíma

Aldrei hafa mælst hærri frjótölur á Íslandi heldur en á Akureyri um helgina. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar segir afar óvenjulegt að birki og annar gróður blómstri svona mikið á þessum árstíma.
24.05.2017 - 22:41

Spara 3-400 milljónir með nýjum Herjólfi

Samgönguráðherra segir að unnt verður að spara 3-400  milljónir króna á ári með hagstæðari Herjólfi sem nú er í smíðum. Í framhaldi verið hægt að lækka miðaverð. Samhliða smíði nýrrar ferju er unnið að betrumbótum á Landeyjahöfn. Þetta er meðal þess...
24.05.2017 - 21:41

Tugir fyrirtækja greiði enga skatta hér

Tugir erlendra ferðaþjónustufyrirtækja bjóða ferðir um landið en greiða enga skatta, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir þetta hreinræktaða brotastarfsemi. Lögregla kannaði leyfi ferðaþjónustufyrirtækja við Þingvelli í...
24.05.2017 - 20:14

„Aldrei fundið jafnmikla stækju“

„Við ætluðum að grilla í kvöld en það er ekki hægt að vera úti,“ segir Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum við Reykjanesbæ. Hún segir að lyktarmengun frá kísilmálmverksmiðju United Silicon sé nú meiri en nokkru sinni. Um 20 ábendingar hafa...
24.05.2017 - 20:08

Alvarlegt tjón - mistök viðurkennd

Hluti seiða og hrogna hefur drepist í Andakílsá vegna aurflóðsins sem varð vegna mistaka Orku náttúrunnar. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir áhrifin geti líka haft áhrif á komandi árganga. Orka náttúrunnar skilar úrbótaáætlun á næstu dögum. 
24.05.2017 - 19:26

„Þetta mun alltaf vera með mér“

Tryggingar ná ekki yfir sálfræðimeðferð í kjölfar áfalla, svo sem vegna alvarlegra slysa eða hryðjuverkaárása. Ung íslensk kona sem varð vitni að hryðjuverkunum í Stokkhólmi er enn að glíma við eftirköstin. 
24.05.2017 - 19:34

Lögregla kölluð út til að hjálpa sel í vanda

Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd í Sandgerði í dag vegna sels sem lá þar í fjöruborðinu og virtist í vanda staddur. Fyrst var talið að veikindi hrjáðu selinn og að sögn varðstjóra lögreglu var haft samband við selasérfræðinga í bænum og þeir...
24.05.2017 - 19:20

Fjarvera Baldurs hefur áhrif á ferðamennsku

Samgöngur standa í vegi fyrir því að Vestfirðir eru markaðssettir sem heilsársáfangastaður. Reynt er að lengja tímabilið með áherslu á vor og haust en fjarvera Baldurs hefur sett strik í reikninginn.
24.05.2017 - 19:07

Bilun hjá Víkingalottóinu

Vegna tæknibilunar tefst úrdráttur í Víkingalottóinu í kvöld. Útlit er fyrir að sjónvarpsútsending af drættinum falli niður af þessum sökum. Hún hefði átt að vera núna fyrir fréttatíma RÚV klukkan sjö.
24.05.2017 - 18:43

Kona flutt með sjúkrabíl úr Bláa lóninu

Kona á sjötugsaldri missti meðvitund í Bláa lóninu í morgun og var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. „Konan var í lóninu með manni sínum og fleira fólki og virtist fá þarna aðsvif,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, sem hefur ekki...
24.05.2017 - 18:24

Hefur áhyggjur af lúsaeitri við æðarvarp

Æðarbóndi í Arnarfirði hefur miklar áhyggjur af notkun lúsaeiturs í laxeldi nærri æðarvarpi. Dýralæknir MAST telur áhrif eitrunar verða lítil sem engin en bónda finnst að náttúran eigi að njóta vafans. 
24.05.2017 - 18:20

Haukur skipaður ráðuneytisstjóri

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Hauk Guðmundsson lögfræðing í embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins. Hann tekur við starfinu 1. júní. Tólf sóttu um embættið eftir að það var auglýst 10. apríl en tveir drógu umsóknir sínar...
24.05.2017 - 16:44

Héraðsdómur klofnaði í nauðgunarmáli

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í lok apríl karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni á þjóðhátíð í Eyjum fyrir tveimur árum. Manninum var einnig gert að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Fjölskipaður...
24.05.2017 - 16:40

Ekkert Síldarævintýri 2017

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að Síldarævintýrið á Siglufirði verði ekki haldið í ár. Enginn hafi sýnt því áhuga að halda hátíðina og bæjarfélagið muni ekki gera það.
24.05.2017 - 16:17