Innlent

Gæti komið til skerðingar hjá yngri en 60 ára

Launþegasamtök opinberra starfsmanna eru ósátt við breytingar á lífeyrissjóðskerfinu sem taka gildi í byrjun júní og ætla að leita réttar síns. Lífeyrisiðgjald hækkar upp í rúm sautján prósent hjá sumum launagreiðendum. 
25.04.2017 - 22:49

Háir stýrivextir bíta þar sem síst skyldi

Háir stýrivextir hafa komið illa við sumar atvinnugreinar og staði á landinu sem þenslan nær ekki til. Á sama tíma virðast vextirnir ekki hemja greinar eins og ferðaþjónustu sem knýja þensluna. Þá eru dæmi um að háum vöxtum sé velt í út vöruverð og...
25.04.2017 - 21:32

Hleypur klyfjaður af vegarusli

Hlaupara á Egilsstöðum ofbauð allt ruslið sem hent er út um bílglugga og liggur með fram vegum. Hann hefur í þrjú ár hirt upp allt rusl sem hann sér á hlaupum og fékk í dag viðurkenningu Náttúruverndarsamtaka Austurlands, á degi umhverfisins.
25.04.2017 - 21:16

Segja að passa verði upp á náttúruna

Ef við hugsum ekki um náttúruna getur jörðin eyðilagst og ef náttúran er ekki til erum við ekki til, sögðu krakkar sem tóku þátt í setningu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík í dag.
25.04.2017 - 20:30

Þekjufrumur Birnu og Olsens á skóreim hennar

Þekjufrumur bæði frá Birnu Brjánsdóttur og Thomasi Møller Olsen fundust á skóreim á skóma sem Birna átti. Skórnir fundust á athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar 14. janúar. Myndabandsupptökur sýna að Kia Rio bifreið sem Møller Olsen var með á leigu, var...

Illugi nýr formaður: „Þetta leggst vel í mig“

Byggðastofnun hefur aldrei skilað meiri hagnaði en á síðasta ári. Fráfarandi formaður segir það mikilvægt hve fjölbreytt atvinnulífið sé orðið á Íslandi. Illugi Gunnarsson tekur nú við sem formaður.
25.04.2017 - 19:15

200 milljónum minna til innanlandsflugvalla

Fjárveitingar ársins 2017 til viðhalds, reksturs og uppbyggingar innanlandsflugvalla verða 200 milljónum króna lægri en árið 2016. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við spurningu þingmanns VG, Ara...
25.04.2017 - 18:45

Laus búnaður olli eldinum hjá United Silicon

Spennutengdur búnaður sem losnaði olli brunanum í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík fyrir viku. Þetta er niðurstaða rannsóknar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur nú komist að orsök eldsins.
25.04.2017 - 18:15

Sigríður Björk braut gegn lögreglumanni

Vinnustaðasálfræðingur sem innanríkisráðuneytið fékk til að fara yfir kvörtun lögreglumanns undan hegðun Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hafið sé yfir allan vafa að hún braut...
25.04.2017 - 17:46

Sjóðirnir hafa rétt til að kaupa Valitor

Arion banki vinnur að undirbúningi að skráningu bankans á markað. Samkvæmt heimildum Spegilsins eru einnig önnur áform í bígerð: að skilja lykileignir frá og selja sérstaklega til að hámarka verðmæti. Einnig að erlendu kaupendurnir í Arion hafi...
25.04.2017 - 17:44

Leiguverð hefur hækkað tvöfalt á við laun

Meðalleiguverð á tveggja herbergja íbúð á milli Kringlumýrarbrautar og Rekjanesbrautar hefur hækkað um 19 prósent á einu ári. Það er hækkun sem nemur 515 krónum á hvern fermetra. Hins vegar hefur tveggja herbergja íbúð vestan Kringlumýrarbrautar...
25.04.2017 - 17:09

Annar lifði, hinum fargað

Haustið 2013 varð uppi fótur og fit þegar læðan Nuk strauk, með dularfullum hætti, úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli og týndist. Málið fór hátt um tíma og var fjallað um strokuköttinn í helstu fjölmiðlum landsins. Þá leituðu félagar í...
25.04.2017 - 16:51

Jamie Oliver býður upp á vestfirskan Arnarlax

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur ákveðið að bjóða upp á vestfirskan lax á fyrirhuguðum veitingastað sínum í Reykjavík. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir að þetta sé stórkostleg viðurkenning fyrir gott íslenskt hráefni.
25.04.2017 - 16:22

Þúsund megavatta virkjanir á hafsbotni

Samtals eitt þúsund megavatta jarðhitavirkjanir úti fyrir Norðurlandi og á Reykjaneshrygg gætu orðið að veruleika innan fárra ára. Um milljarða verkefni er að ræða og hugmyndin er að selja allt rafmagnið beint til Evrópu um sæstreng og hugsanlega...
25.04.2017 - 16:18

Drógu plastskrímsli að landi

Átakið Hreinsum Ísland hófst í dag á alþjóðlegum degi umhverfisins. Landvernd stendur fyrir átakinu sem er hugsað til þess að vekja athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi.
25.04.2017 - 15:54