Innlent

Settu upp ólöglegar öryggismyndavélar í blokk

Íbúum í blokk einni hér á landi var óheimilt að fjölga eftirlitsmyndavélum í húsinu til að koma í veg fyrir innbrot. Þetta er niðurstaða Persónuverndar, sem úrskurðaði að þessar fyrirætlanir hefðu ekki verið kynntar nægilega vel fyrir öllum íbúum....
23.08.2017 - 07:03

Fólk ætti að njóta veðursins næstu tvo daga

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að íbúar sunnan-og vestantil á landinu ættu að „reyna að njóta veðursins sem í boði er,“ þar sem á föstudag og yfir helgina breytist veðrið talsvert mikið með suðaustlægri átt og rigningu. Á meðan verði...
23.08.2017 - 06:59

Vill leiðtogakjör eftir landsfund

Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir mikilvægt að landsfundur Sjálfstæðisflokksins í byrjun nóvember leggi línurnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Að því loknu sé hægt að fara í prófkjör eins og leiðtogakjör flokksins í Reykjavík. 
22.08.2017 - 22:48

Grunnskólanemar sem vilja gera tattú

Hátt í fimm þúsund börn byrjuðu í dag í grunnskóla og sum þeirra hafa þegar ákveðið hvað þau ætla að gera að námi loknu. Kennari sem er að hefja feril sinni segist spennt eins og börnin, þótt álag geti orðið mikið. Hún hafi ekki verið viss um val á...
22.08.2017 - 21:49

Umdeild YouTube-stjarna í Íslandsheimsókn

Vinsælasta YouTube-stjarna í heimi var á Íslandi um helgina. Svíinn Felix Arvid Ulf Kjellberg kallar sig PewDiePie og tæplega 57 milljónir manna eru áskrifendur að YouTube-rás hans, þar sem birtast einkum myndbönd af honum að spila tölvuleiki og tjá...
22.08.2017 - 20:29

Fleiri græddu á verkfalli BHM

Formaður BHM segir ljóst að fleiri stéttir hafi notið kjarabóta sem fengust við tíu vikna verkfall fyrir tveimur árum. Flestar stéttir ríkisstarfsmanna hafa fengið svipaðar eða mun meiri launahækkanir en félagsmenn BHM frá árinu 2014.
22.08.2017 - 19:52

Börn með geðrænan vanda í almennum skólum

25 börn sem eiga við geðrænan eða hegðunartengdan vanda að stríða þurfa að sækja almenna grunnskóla því ekki er pláss í Brúarskóla. Meirihluti barnanna hefur beitt ofbeldi. Skólastjóri Brúarskóla segir að þetta vandamál verði að leysa.
22.08.2017 - 18:55

Samþykktu leiðtogaprófkjör í Reykjavík

Samþykkt var á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að raða á framboðslistann fyrir sveitarstjórnakosningarnar næsta vor með leiðtogaprófkjöri.
22.08.2017 - 18:49

Rafmagnslaust á Vestfjörðum

Rafmagn fór af öllum Vestfjörðum á sjönda tímanum í dag. Bilun er í Vesturlínu sem tengir sunnan- og norðanverða Vestfirði. Rafmagn hefur nokkurm sinnum áður farið af í sumar vegna viðhaldsvinnu við línuna.
22.08.2017 - 18:37

17 ára ákærður fyrir manndrápstilraun á Metro

Héraðssaksóknari hefur ákært sautján ára pilt fyrir tilraun til manndráps utandyra við skyndibitastaðinn Metro á Smáratorgi í byrjun apríl. Hæstiréttur staðfesti í dag að pilturinn skuli áfram vera í haldi en þó ekki í gæsluvarðhaldi í fangelsi...
22.08.2017 - 18:12

Ábyrgðargjald aldrei verið innheimt

Þingmaður Pírata er ósáttur við að ábyrgðargjald, vegna láns ríkisins til Vaðlaheiðarganga, hafi ekki verið greitt, líkt og lög gera ráð fyrir. Formaður fjárlaganefndar segist ekki vita hvers vegna gjaldið hafi aldrei verið innheimt.
22.08.2017 - 18:02

Nokkur atriði sem benda á Thomas

Þrjú atriði sem komu fram í dag við aðalmeðferð vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur beina grunsemdum að Thomasi Møller Olsen. Blóð úr Birnu fannst á úlpu hans, erfðaefni hans var á skóreimum hennar og fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu.

Jóhann tilnefndur sem kvikmyndatónskáld ársins

Jóhann Jóhannsson hefur verið tilnefndur til verðlauna sem kvikmyndatónskáld ársins 2017 á árlegri verðlaunahátíð sem tileinkuð er kvikmyndatónlist, World Soundtrack Awards. Jóhann er tilnefndur fyrir tónlist sína í geimverumyndinni Arrival.
22.08.2017 - 17:44

Lögregla leitar manns sem var ógnað með byssu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manni sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan öldurhús við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á sjöunda tímanum á föstudagskvöld. Sá sem mundaði byssuna gengur enn laus. „Við vitum alveg hver hann er, en hann...
22.08.2017 - 17:11

Hússtjórnin ákvað að láta mála yfir sjómanninn

„Það var hússtjórn Sjávarútvegshússins sem tók ákvörðunina um að mála yfir myndina af sjómanninum í kjölfar þess að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði farið fram á það.“ Þetta segir Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og...
22.08.2017 - 16:42