Enski boltinn

Arsenal tapaði fyrir Stoke City

Síðasti leikur dagsins í enska boltanum var á milli Stoke City og Arsenal á Brittannia vellinum í Stoke. Heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-0 sigur en Arsenal menn hugsa dómaratríói leiksins eflaust þegjandi þörfina.
19.08.2017 - 18:23

Aron Einar eini Íslendingurinn í byrjunarliði

Leikið var í ensku Championship deildinni í dag. Að venju var Aron Einar Gunnarsson eini Íslendingurinn í byrjunarliði en hann spilaði allan leikinn er Cardiff City vann 2-1 útisigur á Wolverhampton Wanderers.
19.08.2017 - 16:25

Stórsigur hjá Man United - Liverpool vann

Það er nóg um að vera í enska boltanum í dag en önnur umferð úrvalsdeildarinnar hófst með leik Swansea City og Manchester United í hádeginu. Fimm leikir hófust klukkan 14:00. Lokaleikur dagsins er svo milli Stoke City og Arsenal, hann hefst klukkan...
19.08.2017 - 16:06

Liverpool hafnar enn einu tilboðinu í Coutinho

Það hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð hins brasilíska leikstjórnanda Coutinho (til hægri á myndinni hér að ofan) hjá Liverpool en hann hefur verið orðaður við spænska stórveldið Barcelona í allt sumar. Eftir að Barcelona seldi sinn...
18.08.2017 - 17:53

Guðni: Gott fyrir Gylfa og íslenska landsliðið

„Ég held að þetta séu góð félagaskipti fyrir Gylfa og um leið fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu,“ segir Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, um vistaskipti Gylfa Sigurðssonar frá Swansea til Everton sem verða að...
15.08.2017 - 20:06

Öruggt hjá Tottenham og Manchester United

Tottenham Hotspur og Manchester United unnu einstaklega sannfærandi sigra í ensku úrvalsdeildin en fyrsta umferð hennar var að klárast nú rétt í þessu.
13.08.2017 - 17:17

Manchester City vann Brighton

Manchester City og Brighton & Hove Albion mættust á Falmer Stadium í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-0 fyrir City en það tók lærisveina Pep Guardiola 70 mínútur að brjóta nýliðana á bak aftur.
12.08.2017 - 19:36

Aron Einar eini Íslendingurinn í byrjunarliði

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var í byrjunarliði Cardiff City sem vann öruggan 3-0 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Aston Villa í dag. Af þeim fjórum Íslendingum sem spila í Championship...
12.08.2017 - 16:28

Burnley vann á Brúnni - Úrslit dagsins

Fyrsta umferð enska boltans hélt áfram í dag. Stærstu fréttir dagsins eru sigur Burnley gegn Chelsea á Brúnni en Jóhann Berg Guðmundsson var að sjálfsögðu í byrjunarliði Burnley í dag. Einnig skoraði Wayne Rooney sigurmarkið í sínum fyrsta...
12.08.2017 - 16:09

Watford og Liverpool skildu jöfn

Liverpool og Watford mættust á Vicarage Road í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal og Leicester City byrjuðu deildina með látum þar sem skoruð voru sjö mörk og vildu Liverpool og Watford ekki láta sitt eftir liggja. Leikurinn var...
12.08.2017 - 13:37

Arsenal vann í hreint út sagt ótrúlegum leik

Enska úrvalsdeildin hóf aftur göngu sína í kvöld en Arsenal tók á móti Leicester City í fyrsta leik tímabilsins 2017/2018. Lokatölur á Emirates í kvöld 4-3 fyrir heimamenn í hreint út sagt ótrúlegum knattspyrnuleik.
11.08.2017 - 20:39

Arsenal vann eftir fyrstu ABBA vítakeppnina

Arsenal og Chelsea mættust hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn en hann markar í upphaf tímabilsins í enska boltanum. Chelsea vann deildina í fyrra og Arsenal unnu FA bikarinn og því spiluðu þau upp á Samfélagsskjöldinn í dag. Á endanum vann...
06.08.2017 - 15:19

Manchester City æfði á Laugardalsvelli

Ensku knattspyrnufélögin Manchester City og West Ham United eru hér á landi en þau leika æfingaleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er hluti af lokaundirbúningi félaganna tveggja fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni en Manchester City...
03.08.2017 - 22:31

Manchester City á fjóra af fimm dýrustu

Enska knattspyrnuliðið Manchester City hefur svo sannarlega opnað veskið undanfarið en liðið er að styrkja sig fyrir komandi tímabil. Á síðustu dögum hefur liðið keypt bakverðina Danilo frá Real Madrid og Benjamin Mendy frá Monaco. Það þýðir að...
24.07.2017 - 20:27

Chelsea kaupir Morata frá Real Madrid

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur fest kaup á spænska framherjanum Alvaro Morata en hann kemur til félagsins frá Real Madrid. Morata sem samdi við Chelsea til fimm ára mun kosta 70 milljónir punda og verður þar með dýrasti leikmaður í sögu...
21.07.2017 - 18:35