Bandaríkin

Vilja lækka skatta á fyrirtæki og tekjuháa

Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta stefnir að því að lækka skatta á fólk og fyrirtæki og afnema erfðaskatt. Tillögur þessa efnis voru kynntar í dag. Fjármálaráðherra landsins, Steven Mnuchin, segir þetta mestu skattalækkanir í sögu...
26.04.2017 - 22:23

Ætlar að lækka skatta á fyrirtæki

Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi í dag fram tillögu um víðtækar breytingar á skattalöggjöf vestanhafs. Í tillögunum felst að skattur á fyrirtæki verði lækkaður verulega.
26.04.2017 - 14:31

Trump vill endurskoða verndarsvæði

Ofan á endurskoðanir sínar á reglugerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum ætlar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að undirrita tilskipun þess efnis að endurmeta þau landsvæði sem fyrri forsetan hafa gert að verndarsvæðum. Tilskipunin á að...
26.04.2017 - 06:38

Landamæramúrinn felldur úr fjárlögum

Landamæramúrinn á milli Mexíkó og Bandaríkjanna verður ekki á fjárlögum Bandaríkjanna. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Fjárlögin verða að komast í gegnum þingið á föstudag.
26.04.2017 - 06:07

Segir dómstóla gengna af göflunum

Dómari í San Francisco úrskurðaði í gær að tilskipun Bandaríkjaforseta um að frysta opinberar greiðslur til svokallaðra griðaborga væri ólögleg. Griðaborgir eru þær borgir þar sem ólöglegir innflytjendur fá að búa og starfa óáreittir af yfirvöldum.
26.04.2017 - 03:08

La La Land-dagur í Los Angeles - Myndskeið

Borgaryfirvöld í Los Angeles eða LA lýstu daginn í dag opinberan La La Land-dag. Með því móti vildu þau heiðra aðstandendur Óskarsverðlaunamyndarinnar La La Lands, en borgin skipar einmitt stóran sess í myndinni.
25.04.2017 - 23:54

Refsingum breytt til að komast hjá brottvísun

Saksóknarar í Brooklyn í New York hafa ákveðið að breyta því hvernig tekið er á smáglæpum fólks sem ekki hefur dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reyna á að komast hjá því að refsingar vegna smáglæpa verði þess valdandi að fólki sé vísað úr landi.
25.04.2017 - 13:25

Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Kóreu

Bandarískur kjarnorkukafbátur, búinn öflugum stýriflaugum, kom til hafnar í Busan í Suður-Kóreu í morgun, um svipað leyti og Norður-Kóreumenn fögnuðu 85 ára afmæli byltingarhersins með viðamikilli stórskotaliðsæfingu. Ekki kom þó til eldflauga- eða...
25.04.2017 - 06:40

Boðar alla öldungadeildina í Hvíta húsið

Allir 100 þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa verið boðaðir á upplýsingafund í Hvíta húsinu á miðvikudag, þar sem háttsettir embættismenn mun upplýsa þá um þróun mála á Kóreuskaganum. Varnarmálaráðherrann James Mattis og Rex Tillerson,...
25.04.2017 - 04:47

Kyrrsettu eigur sýrlenskra vísindamanna

Bandarísk stjórnvöld kyrrsettu í dag allar eignir sem starfsfólk Vísinda- og rannsóknarstofnunar Sýrlands kann að eiga í Bandaríkjunum. Þetta er gert í refsingarskyni fyrir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikun fyrr í þessum mánuði. Hátt á þriðja...
24.04.2017 - 23:48

Fella 600 ára gamalt tré - Myndskeið

Byrjað var í dag að fella sex hundruð ára gamalt tré í Bernards í New Jersey í Bandaríkjunum. Það stóð kirkjugarði öldungakirkjunnar í bænum. Margir lögðu leið sína að trénu í dag og kvöddu það hinstu kveðju áður en starfsmenn bæjarins hófu að saga...
24.04.2017 - 21:26

Tilbúnir að sökkva flugmóðurskipinu

Norður-Kóreumenn segjast þess albúnir að sökkva bandaríska flugmóðurkskipinu Carl Vinson, flaggskipi samnefndrar flotadeildar Bandaríkjahers sem stefnir að Kóreuskaganum. Í ritstjórnargrein í málgagni hins allsráðandi Verkamannaflokks segir að...
24.04.2017 - 04:44

Boðar „mestu skattalækkanir sögunnar“

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, boðar miklar skattalækkanir fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki í viðamiklum breytingum sem hann hyggst gera á skattalöggjöfinni. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Trump að nýja skattalöggjöfin feli að líkindum...
22.04.2017 - 01:50

Sessions: Forgangsmál að handsama Assange

Bandarísk yfirvöld líta á það sem forgangsmál að handtaka Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Þetta segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Fullyrt er að saksóknarar vestanhafs hafi fundið leið til að ákæra Assange en hingað til hefur...
21.04.2017 - 08:16

Íran brýnir Bandaríkin til að standa við sitt

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, brýnir Bandaríkjastjórn til að standa við sínar eigin skuldbindingar í tengslum við kjarnorkusamninginn frá 2015 fremur en að slengja fram tilhæfulausum ásökunum í garð Írana. „Margtuggnar ásakanir...
21.04.2017 - 02:13