Bandaríkin

„Þetta er árás á Donald Trump“

Umdeild uppsetning leikhússins Public Theater í New York á leikritinu Julius Caesar eftir William Shakespeare vakti á dögunum mikla umræðu. Mótmælendur í salnum trufluðu sýninguna fyrir að vega að forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
20.06.2017 - 16:59

„Þungt og kalt rapp“

Bandaríski rapparinn Albert Johnson, betur þekktur sem Prodigy og annar helmingur hiphop tvíeykisins Mobb Deep, lést nú á dögunum aðeins 42 ára gamall. Hann var ætíð samkvæmur sjálfum sér og hélt sig á jaðrinum en skilur eftir sig stórt spor í heimi...
22.06.2017 - 14:47
Bandaríkin · Hiphop · Lestin · rapp · Tónlist · Menning

Cosby heldur borgarafundi um kynferðisofbeldi

Gamanleikarinn Bill Cosby hyggst halda borgarafundi víða um Bandaríkin í næsta mánuði. Guardian greinir frá þessu. Þar ætlar hann að ræða við ungt fólk um kynferðisofbeldi - þá helst, miðað við orð talsmanna hans, hvernig á að forðast að vera...
23.06.2017 - 04:42

Yellowstone-grábirnir úr útrýmingarhættu

Grábirnir sem halda til í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum eru ekki lengur á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Frá þessu greindu bandarísk stjórnvöld í gær. Dýraverndurnarhópar gagnrýna ákvörðunina og segja hana of snemmbæra.
23.06.2017 - 03:48

Stefna Trump fyrir brot á upplýsingalögum

Tvenn samtök sem hafa eftirlit með starfsemi bandarískra stjórnvalda stefndu Bandaríkjaforseta og skrifstofu forsetans í gær. Starfsfólki forsetans er gefið að sök að nota skilaboðaforrit sem senda dulkóðuð skilaboð sín á milli, á borð við Signal og...
23.06.2017 - 03:24

Banna innflutning á brasilísku nautakjöti

Bandaríkin ætla ekki að flytja inn ferskt nautakjöt frá Brasilíu af heilbrigðisástæðum. Innflutningsbannið verður í gildi þar til gripið verður til viðunandi ráðstafana, segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna.
23.06.2017 - 01:12

1300 bandarísk börn deyja vegna skotsára

Nærri 1.300 börn deyja af völdum skotsára á ári hverju í Bandaríkjunum. Hvergi í velferðarríkjum er ástandið eins slæmt. 5.800 börn eru særð á ári hverju vegna byssuskota í landinu.
22.06.2017 - 16:30

Fengu tilkynningu um áratugagamlan skjálfta

Fréttamiðlar við vesturströnd Bandaríkjanna urðu heldur hissa þegar tilkynning barst frá jarðfræðistofnun Bandaríkjanna um stóran jarðskjálfta undan strönd Santa Barbara. Enginn hafði fundið fyrir skjálftanum, sem átti að hafa mælst 6,8 að stærð...
22.06.2017 - 02:36

Reyndu að brjótast í kosningakerfi í 21 ríki

Rússneskir tölvuþrjótar reyndu að brjótast inn í tölvukerfi í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar í fyrra. Þetta segir í vitnisburði Samuels Liles, sem er embættismaður hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna. Washington Post greindi frá þessu...

Lögreglumaður stunginn í hálsinn á flugvelli

Lögreglumaður á flugvelli í borginni Flint í Michigan-ríki í Bandaríkjunum var í dag stunginn í hálsinn með 30 sentimetra löngum hnífi. Hann hefur gengist undir skurðaðgerð og er ekki í lífshættu. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn,...
21.06.2017 - 23:03

Framkvæmdastjóri Uber segir af sér

Framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber vék úr starfi í gær vegna mikils þrýstings af hálfu hluthafa fyrirtækisins. Travis Kalanick er einn stofnenda Uber og á stóran hlut í uppbyggingu fyrirtækisins á alþjóðavettvangi.
21.06.2017 - 06:28

Handel hafði betur í Georgíu

Karen Handel, frambjóðandi Repúblikana, hlýtur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd sjötta kjördæmis Georgíuríkis eftir harða kosningabaráttu við Jon Ossoff, frambjóðanda Demókrata. Handel hlaut tæp 53 prósent atkvæða gegn rúmum 47...
21.06.2017 - 03:10

Fleiri Rússar beittir viðskiptaþvingunum

Nærri fjörutíu rússneskir einstaklingar og fyrirtæki verða beittir viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjastjórnar til viðbótar við þá sem þegar eru beittir þvingunum vegna tengsla sinna við innrásina í Úkraínu. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna...
21.06.2017 - 01:35

Bjarndýr varð ungum hlaupara að bana

Bjarndýr varð sextán ára unglingspilti að bana í skóglendi nærri Anchorage í Alaska á sunnudag. Pilturinn, Patrick Cooper, var einn fjölmargra þátttakenda í árlegu fjallahlaupi og var á leið niður bratta, skógi vaxna hlíð þegar björninn réðst á hann...
20.06.2017 - 03:52

Trump fordæmir stjórnvöld í Norður-Kóreu

Donald Trump forseti Bandaríkjanna fordæmir stjórnvöld í Norður-Kóreu í yfirlýsingu sem gefin var út eftir að tilkynnt var um andlát Ottós Warmbiers, 22 ára bandarísks háskólanema, sem lést í kvöld. Norður Kórea slepptu honum úr haldi í síðustu viku...
19.06.2017 - 23:25