Tónskáldið - Gunnar Þórðarson

Fyrri hluti

Gunnar Þórðarson vakti fyrst athygli í Hljómum frá Keflavík. Átján ára samdi hann Bláu augun þín og hélt áfram semja tónlist fyrir Trúbrot, Ðe Lónlí Blú Bojs, Sléttuúlfana og Ríó, Hljómum sjálfum ógleymdum. Hann hefur verið afkastamikill upptökustjóri og unnið fjölda hljómplatna fyrir sjálfan sig og aðra. Ferill þessa hógværa hæfileikamanns er ævintýri líkastur.

Frumsýnt

28. mars 2024

Aðgengilegt til

29. júní 2024
Tónskáldið - Gunnar Þórðarson

Tónskáldið - Gunnar Þórðarson

Heimildarmynd í tveimur hlutum eftir Ágúst Guðmundsson og Jón Þór Hannesson um ævintýralegan feril Gunnars Þórðarsonar. Þroskasaga tónskálds sem aldrei fór í tónlistarskóla. Mörg vinsælustu lög síðustu áratuga eru frá Gunnari komin: Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Vetrarsól, Þitt fyrsta bros og þannig mætti lengi telja. Árið 2005 voru hljóðrituð lög hans orðin 500 og síðan hefur bæst við. Á síðari árum hefur hann samið hljómsveitarverk og kórverk í klassískum stíl, enn fremur óperu sem þykir marka tímamót í íslenskri tónlistarsögu.

Þættir

,