Náttúran mín

Öxnadalur

Arnar Ingi Tryggvason átti þá ósk heitasta þegar hann var strákur verða bóndi. Þegar hann var á þrítugsaldri gafst tækifærið og hann greip það. Hann settist í Öxnadal ásamt konu sinni og ungum börnum og bústörfin eiga hug hans allan. Þegar færi gefst röltir hann upp brekkurnar og tæmir hugann. Í náttúrunni finnur hann alltaf eitthvað nýtt og hann fær aldrei nóg af fegurðinni í Öxnadal. Þetta er dalurinn hans.

Frumsýnt

21. ágúst 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Náttúran mín

Náttúran mín

Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum þáttum. Þótt meirihluti landsmanna búi í þéttbýli býr sumt fólk á stöðum þar sem náttúran hefur meiri áhrif á líf þess en gengur og gerist. Í þessari þáttaröð greinir fólk frá ýmsum stöðum á landinu frá ástríðu sinni fyrir því, hvers vegna það kýs búa utan þéttbýlis og hvað veldur því það vill hvergi annars staðar búa. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Lára Ómarsdóttir.

Þættir

,