Í umræðunni

Kosningaundirbúningur RÚV hafinn

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti í gær að þingrof yrði og að kosningar til Alþingis hafa verið ákveðnar þann 28. október næstkomandi.

Vegna fréttar RÚV af Sjanghæ á Akureyri

Vegna umræðu undanfarinna daga um fréttaflutning RÚV af grun um vinnumansal á Akureyri vill fréttastofa taka eftirfarandi fram.

Fjölbreytt og spennandi vetrardagskrá RÚV 2017-2018

Vetrardagskrá RÚV er nú aðgengileg á kynningarvef (www.ruv.is/kynning). Í öllum miðlum er menningarefni í öndvegi. Áhersla er á innlent gæðaefni, þjónusta við börn og ungmenni er efld og umfjöllun um fréttir og samfélag dýpkuð.

Opið fyrir innsendingar í Söngvakeppnina 2018

Söngvakeppnin 2018 verður haldin í febrúar og mars næstkomandi, en opnað hefur verið fyrir innsendingar laga til þátttöku. Hefur verðlaunaféð í Söngvakeppninni verið hækkað úr einni milljón í þrjár.

Ríkisútvarpið ohf. birtir árshlutauppgjör

Helstu rekstrarniðurstöður eftir fyrstu sex mánuði ársins sýna áframhaldandi jafnvægi í rekstri RÚV og niðurgreiðslu skulda. Skerpt hefur verið á sérstöðu RÚV og aukið samstarf við sjálfstæða framleiðendur og aðra miðla.
31.08.2017 - 11:45

Sigríður Dögg í Morgunútvarp Rásar 2

Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið ráðin nýr dagskrárgerðarmaður í Morgunútvarp Rásar 2.
31.08.2017 - 17:20

Nýir starfsmenn hjá KrakkaRÚV

KrakkaRÚV hefur fengið góðan liðsstyrk. Þau Sævar Helgi Bragason, Jóhannes Ólafsson og Ingibjörg Fríða Helgadóttir bætast í hóp dagskrárgerðarmanna. Í vetur verður KrakkaRÚV með fastan dagskrárlið á Rás 1 kl.18:30 frá mánudegi til fimmtudags.

Ragnhildur Steinunn og Viktoría gera heimildarþætti um samfélagsmiðla

Ragnhildur Steinunn og Viktoría Hermannsdóttir hafa undanfarna mánuði undirbúið sjónvarpsþætti um samfélagsmiðla. Í þáttunum skoða þær allar hliðar samfélagsmiðla sem skipa stóran sess í lífi margra.

Klassíkin okkar: Heimur óperunnar Óperuveisla í beinni útsendingu úr Eldborgarsal Hörpu

Í vor gafst almenningi færi á að kjósa sér draumaóperutónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á vef RÚV.

Jón Jónsson með nýjan skemmtiþátt á RÚV

Sýningar á nýjum þrauta- og skemmtiþætti í umsjón Jóns Jónssonar söngvara hefjast í október á RÚV.

Loforð: Ný íslensk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna

LOFORÐ er leikin sjónvarpsþáttaröð sem frumsýnd er á RÚV. Fyrsti þátturinn verður sýndur sunnudaginn 3. september kl. 19.45.

Gott kynjajafnvægi meðal viðmælenda RÚV

RÚV hefur haft jafnréttismál í forgrunni í allri starfsemi sinni á undaförnum misserum og náð marktækum árangri. Árið 2015 voru teknar upp markvissar mælingar á hlutfalli karla og kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum.

Hugmyndadagar RÚV haldnir í fyrsta sinn 10.-11. október

Hugmyndadagar RÚV verða haldnir í fyrsta sinn í október 2017. Þar geta hugmyndasmiðir, höfundar, framleiðendur og aðrir kynnt hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV.
28.08.2017 - 12:47

Einvalalið grínista skrifar Skaupið í ár

RÚV hefur valið einvalalið grínista úr hópi umsækjenda um gerð Áramótaskaupsins árið 2017.

Andri Freyr og Karen til liðs við fasta dagskrá Rásar 2

Nokkrar breytingar verða á Morgun- og Síðdegisútvarpi Rásar 2 næsta vetur. Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin sem dagskrárgerðarmaður inn í Morgunútvarpið.