Verjandinn fékk tveggja vikna viðbótarfrest

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot  -  RÚV
Verjandi Thomasar Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum, fékk í dag tveggja vikna viðbótarfrest til að fara frekar yfir gögn málsins. Næsta fyrirtaka í málinu verður því 9. maí.

Olsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. maí. 

Dómari við Héraðsdóm Reykjaness upplýsti jafnframt við fyrirtöku að verjandi Olsens kynni að óska eftir dómskvöddum matsmönnum. Ekki kom fram hvað þeir myndu meta. Verjandi fékk frest til 9. maí til að leggja fram þá beiðni.

Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjóra um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq um miðjan janúar.

Fréttin hefur verið uppfærð.