Verður sennilega lítið hlaup

09.07.2014 - 10:25
Flestir bendir til að hlaupið í Múlakvísl verði lítið, rétt eins og í fyrra. Starfsmenn Veðurstofunnar settu í morgun upp rennslis - og leiðnimæla á nýju brúnni yfir Múlakvísl en óvissustigið, sem lýst var í gær, hefur ekki haft áhrif á framkvæmdir við brúnna.

Í dag eru nákvæmlega þrjú ár síðan gamla brúin yfir Múlakvísl fór í miklu hlaupi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni lítur allt út fyrir lítið hlaup, rétt eins og í fyrra.