Veðurhamurinn í dag kom í veg fyrir að Rohan, ferðamaður frá New York sem fréttastofa ræddi við í dag, kæmist að skoða tómataræktina í Friðheimum í Bláskógabyggð. Rohan segist ekki hafa vitað hversu slæmt veðrið væri áður en hann lagði af stað í leiðangurinn í dag. „Við tókum áhættu. Og ætli við höfum ekki tapað,“ sagði hann.

Í spilaranum hér að ofan má sjá umfjöllun úr sjónvarpsfréttum kvöldsins um foráttuveðrið sem gekk yfir í dag.