Þórdís er næst-yngsti ráðherra Íslandssögunnar

11.01.2017 - 15:41
Mynd með færslu
Þórdís Kolbrún er nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins.  Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tekur í dag við embætti ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Hún varð 29 ára í byrjun nóvember, um það bil viku eftir að hún var fyrst kjörin á þing.

Fram hefur komið að Þórdís Kolbrún er yngst kvenna til að taka við ráðherraembætti. Við nánari skoðun kemur í ljós að hún er næst yngst allra íslenskra ráðherra. Aðeins Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti ráðherra en hann varð fjármálaráðherra árið 1934 í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem kölluð var Stjórn hinna vinnandi stétta. Það var samsteypustjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Eysteinn var þá 27 ára og 11 mánaða gamall.

2 ráðherrar undir þrítugu

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis eru þetta yngstu ráðherrar sögunnar:

  1. Eysteinn Jónsson,                      27 ár og 11 mánuðir
  2. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 29 ár og 2 mánuðir
  3. Vilmundur Gylfason,                 31 ár og 2 mánuðir
  4. Katrín Jakobsdóttir,                   33 ár
  5. Steingrímur J. Sigfússon,          33 ár og 2 mánuðir
  6. Áki Jakobsson,                            33 ár og 3 mánuðir
  7. Björt Ólafsdóttir,                        33 ár og 10 mánuðir
  8. Svavar Gestsson,                       34 ár og 4 mánuðir
  9. Katrín Júlíusdóttir,                     34 ár og 6 mánuðir
  10. Einar Arnórsson,                       35 ár og 5 mánuðir

 

Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upphaflegu útgáfunni gleymdist að bæta Björt Ólafsdóttur á listann yfir yngstu ráðherrana. 

Heiðar Örn Sigurfinnsson
Fréttastofa RÚV