Skjálftahrinan í rénun

08.02.2012 - 15:28
Mynd með færslu
Ansi þétt skjálftahrina hefur verið á Reykjaneshryggnum í morgun. Hrinan hófst klukkan sex og stóð allt til klukkan tvö í dag. Nú virðist hrinan í rénun. Flestir skjálftanna voru á bilinu tveir til þrír að stærð, nokkrir voru stærri en þrír.

Jarðvísindamaður á vakt á Veðurstofu Íslands segir að skjálftahrinan tengist væntanlega kvikuhreyfingum, hugsanlega innskotavirkni. Skjálftahrinur eru mjög algengar á Reykjaneshryggnum og getur ein af þessum hrinum endað með gosi. Ekkert bendi þó til þess að það verði nú, þar sem engan óróa er að sjá á mælum Veðurstofunnar.