Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir þá samninga sem undirritaðir voru í kvöldi skárri kost en þau þvingunarúrræði sem þeim hafi verið sett með lögum á verkföll.

„Við mátum stöðuna þannig miðað við þessi þvingunarúrræði sem við stöndum frammi fyrir eftir að lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga, að það sé vænlegri kostur að hjúkrunarfræðingar fái svigrúm til að kjósa um það samkomulag sem náðst hefur.“

Ólafur segir samninginn svipaðan og þá sem gerðir hafa verið á almennum markaði undanfarið. Hann feli í sér hækkun launa upp á 18-20%.

Aðspurður hvort hann sé sáttur við samninginn segist Ólafur eins sáttur og hann geti verið miðað við aðstæður.