Byrjað verður að taka grunn fyrir nýju sjúkrahóteli á lóð Landspítalans við Hringbraut í næsta mánuði. Áætlanir gera ráð fyrir að öllum framkvæmdum við nýja spítalann verði lokið 2023 og kostnaður verði 49 milljarðar.

Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar Nýs landspítala, segir verkefnið í fullum gangi þrátt fyrir að uppi séu kröfur og áskoranir um að nýjum spítala verði fundinn annar staður en við Hringbraut. Samtök um Betri spítala á betri stað hvetja Alþingi og ríkisstjórn til að endurskoða staðarvalið og forsætisráðherra hefur talað í þá veru. Gunnar segir að unnið sé samkvæmt þeim leiðarlínum sem heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra hafa lagt auk þeirra laga sem í gildi eru um framkvæmdina. 

Gunnar fór yfir stöðu verkefnisins í Samfélaginu.