Ný ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmálum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Komin er fram ný ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og hefur lögreglu verið falið að taka rannsaka málið og taka skýrslur.  Þetta hefur orðið til þess að Endurupptökunefnd, sem hafði tilkynnt að hún myndi skila niðurstöðu sinni í þessum mánuði hefur nú tilkynnt sakborningum í málunum og lögmönnum þeirra, að starfi nefndarinnar ljúki ekki fyrr en eftir áramót.

Þessi ábending eða öllu heldur hvaðan hún er komin, þykir, samkvæmt heimildum fréttastofunnar, þess eðlis að full ástæða sé til að rannsaka hana. Fyrr á þessu ári bárust nefndinni ábendingar sem rannsakaðar voru, en þær munu ekki hafa haft nein úrslitaáhrif á störf nefndarinnar. Sex ungmenni voru á sínum tíma dæmd fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Sakborningarnir fóru fram á að málin yrðu endurupptekin.