Björgunaraðgerðir við Bessastaðatjörn, þar sem tólf hross fundust drukknuð í gær, hafa gengið mjög vel. Þyrla á vegum Reykjavík Helicopters aðstoðaði við björgunaraðgerðir í dag en skamma stund tók að hífa upp hræin tólf. Aðgerðum var lokið um eitt leytið.
Hræjunum hefur verið safnað á pall vörubíla og er ráðgert að urða hluta þeirra. Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir tóku þátt í aðgerðunum.
Myndatökumenn Sjónvarpsins, þeir Þór Ægisson og Tómas Gunnarsson, tóku meðfylgjandi myndskeið.