Hvít fjöll ofan Akureyrar í morgun

11.09.2017 - 09:50
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir  -  RÚV
Fjöllin vestan Akureyrar voru með hvítar nátthúfur eftir nóttina, en hiti fór þó einungis niður í fimm gráður inni í bænum. Úrkoma mældist þó lítil eftir nóttina, einungis 0,4 millimetrar á klukkustund þegar mest lét. Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands varir kuldinn á Norðurlandi þó að öllum líkindum ekki lengi. Úrkoma mældist að 0,9 millimetrar á Ólafsfirði og Siglufirði. 

Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir næturfrost ekki hafa verið neitt að ráði á norðaustanverðu landinu, en hitinn fór niður í eina gráðu á Öxnadalsheiði. En þar sem það snjóaði í fjöllum hefur náð að frysta. 

Spáð er slyddu eða snjókoma til fjalla á Norðurlandi næstu daga. „Þetta gæti haldist eitthvað, þó að það sé hæpið,” segir Daníel.  

Þetta kuldaskot varir þó að öllum líkindum ekki mjög lengi, þar sem spáð er 10 til 18 stiga hita á norðaustanverðu landinu um næstu helgi. 

Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir  -  RÚV
Súlutoppar voru hvítir í morgun.
Mynd með færslu
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV