„Um leið og þú veist hvað dada er, þá er það ekki dada," sögðu gömlu dadaistarnir þegar þeir voru spurðir um list sína.

Danshöfundarnir Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir hafa verið að skoða ýmsar birtingarmyndir dadaismans, sem fagnar nú hundrað ára afmæli sínu. Þær stöllur hafa skapað nýtt dansverk úr athugunum sínum, Da Da Dans, sem verður frumflutt af Íslenska dansflokknum nú á laugardagskvöldið í Borgarleikhúsinu.

Í dansverkinu Da Da Dans skoða Rósa og Inga Huld áhrif dadaismans á dansinn og nánast ósýnilega arfleið hans á danssöguna. Þær skoða nálgun og aðferðir dada, líkt og hljóðljóð og collage tækni, og spyrja sig hvernig væri dans í dag ef að hinn frægi nútímadansari Isadora Duncan og dadaistinn Sophie Tauber hefðu histst fyrir hundrað árum.

Daginn eftir, sunnudaginn kemur kl. 13:00, mun Benedikt Hjartarson flytja fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, um dadaismann og er ókeypis aðgangur á fyrirlesturinn.

Heimasíða Íslenska dansflokksins

Hér má lesa nánar um fyrirlestur Benedikts Hjartarsonar