Brýn þörf á að bæta aðstöðu Listaháskólans

17.06.2016 - 17:43
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að skólinn geti ekki lengur búið við núverandi aðstæður. Á það hafi verið lögð rík áhersla í samskiptum við stjórnvöld. „Þetta varðar aðgengi fatlaðra og ástand húsnæðisins. Ef engar aðgerðir sýna sig, bæði í orði og á borði, á næstu misserum, þá munum við lenda í mjög alvarlegri stöðu með þennan stóra skóla og allt það starf sem honum fylgir.“

Fríða Björk gagnrýndi stjórnvöld í ræðu við útskrift skólans í dag fyrir áhugaleysi. Hún hafi undanfarin þrjú ár sín í starfi rektors ítekað reynt að hvetja stjórnvöld til þess að taka afstöðu til vandans og móta stefnu í samráði við stjórnendum skólans, án nokkurs árangurs eða haldbærra svara. „Áskorunum og tillögum vegna aðstöðuleysisins hefur ekki einungis verið mætt af fálæti heldur beinlínis tómlæti". sagði Fríða meðal annars í ræðunni. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV