Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tók myndir með nætursjónauka af útkallinu í gær þegar tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað af Vatnajökli. Björgunin gekk afar vel og telur Landhelgisgæslan að það megi þakka góðum undirbúningi ferðamannanna og nætursjónaukanum.
Ferðamennirnir sem voru orðnir kaldir og hraktir þegar þeir fundust, höfðu fengið lánaðan neyðarsendi, skilað inn ferðaáætlun og látið vita af sér. Þegar veður tók að versna settu mennirnir sendinn í gang. Aðstæður þar sem þeir voru eru erfiðar til leitar, snjóöldur og skafrenningur. Mennirnir fundust strax með nætursjónaukanum, þegar björgunarmenn komu á staðinn en voru mjög orðnir kaldir, þegar þeir voru hífðir um borð.