Selfoss komst í kvöld naumlega áfram í undanúrslit bikarkeppni karla í handbolta og það á hádramatískan hátt. Flautumark tryggði úrvalsdeildarliðinu sigur á fyrrstu deildarliði Þróttar í Laugardalshöll.

Selfossi er í 4. sæti úrvalsdeildarinnar og Þróttur í 5. sæti fyrstu dieldar. Flestir bjuggust þar við öruggum sigri Selfoss en annað kom svo sannarlega á daginn. Þróttarar voru einu marki yfir í leikhléi, 13-12, og náði svo þriggja marka forskoti þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.

Lokaandartök leiksins voru hreint út sagt lygileg og með því ótrúlegra sem gerst hefur í bikarleik síðustu árin. 1. deildarlið Þróttar átti síðustu sókn leiksins, í stöðunni 26-26, og gat því nælt í sigurinn og þar með sæti í undanúrslitum. En þá hófst dramatíkin.

Eitthvað hefur markvörður Þróttar gleymt sér því hann var víðsfjarri marklínunni, Árni Steinn Steinþórsson náði fullkomnu skoti yfir allan völlinn og Selfoss vann hádramatískan eins marks sigur. 

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.