Erlent

Hvíta húsið gleymir einu nafni

Á Facebook síðu Hvíta hússins má finna myndir frá fyrstu utanlandsferð nýkjörins forseta. Hann fór til Mið-Austurlanda og Evrópu, þar sem hann átti fund með leiðtogum NATO ríkja og leiðtogum G7 ríkjanna. Ein myndanna er af mökum nokkurra leiðtoganna...
27.05.2017 - 23:13

Rokkstjarnan Gregg Allman látin

Gregg Allman, söngvari og einn stofnenda Allman Brothers Band, lést að heimili sínu í morgun, 69 ára að aldri. Greint var frá þessu á heimasíðu Allmans. Ekki er sagt hvernig hann lést, en hann glímdi við heilsubrest síðustu ár. 
27.05.2017 - 22:42

Vissu snemma hver sprengjumaðurinn var

Lögreglan í Manchester hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir hryðjuverkamanninn Salman Abedi kvöldið sem hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í forsal tónleikahallarinnar Manchester Arena. 22 létu lífið og tugir særðust, margir alvarlega....
27.05.2017 - 21:08

Duterte gagnrýndur vegna nauðgunarbrandara

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur verið gagnrýndur harðlega eftir nauðgunarbrandara sem hann sagði í ræðu fyrir hermenn. Duterte, sem lýsti yfir herlögum í suðurhluta landsins í vikunni, sagði við hermennina að hann myndi sjálfur fara í...
27.05.2017 - 20:34

Wenger segir framtíð sína skýrast í vikunni

Arsene Wenger, sem varð í dag sigursælasti knattspyrnustjórinn í ensku bikarkeppninni eftir sigur Arsenal á Chelsa í úrslitaleiknum, sagði í samtali við BBC eftir leikinn að framtíð hans hjá félaginu myndi skýrast eftir stjórnarfund í vikunni. „...
27.05.2017 - 19:21

Íhuga raftækjabann í flugi frá Bandaríkjunum

Til skoðunar er að banna stærri raftæki í flugi frá Bandaríkjunum til nokkurra landa í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Verði bannið að veruleika geta farþegar ekki notað raftæki sem eru stærri en farsímar um borð í flugvélum á þessum leiðum....
27.05.2017 - 18:54

Jarðvegsmengun eftir Bandaríkjaher í Tókýó

Mengun, langt yfir viðmiðunarmörkum, hefur fundist í jarðvegi undir Tsukiji markaðinum í Tókýó í Japan. Bandaríkjaher hafði svæðið til umráða eftir lok síðari heimsstyrjaldar og er mengunin talin vera síðan þá.
27.05.2017 - 17:45

Allar ferðir British Airways felldar niður

British Airways hefur neyðst til að fella niður allar ferðir sínar frá Heathrow- og Gatwick-flugvöllunum vegna tölvubilunar. Ekkert virðist benda til tölvuárásar en verkalýðsfélagið GMB fullyrðir að hægt hefði verið koma í veg fyrir uppnámið....
27.05.2017 - 17:07

Barn handtekið við ljóðalestur

Tíu ára gamall drengur var handtekinn í miðborg Moskvu í Rússlandi í gær. AFP fréttaveitan greinir frá því að lögregla hafi gefið þær skýringar á handtökunni að drengurinn hafi verið að betla. Faðir drengsins hefur aftur á móti sagt í fjölmiðlum að...
27.05.2017 - 15:43

Spencer segir lögregluna á bandi vinstrimanna

Bandaríski fyrirlesarinn Robert Spencer, sem hefur fullyrt að eitrað hafi verið fyrir sér þegar hann kom til Íslands um miðjan þennan mánuð, virðist halda því fram í myndbandi á YouTube að stjórnvöld og lögreglan á Íslandi muni ekkert gera í máli...
27.05.2017 - 15:23

Palestínskir fangar hættir í hungurverkfalli

Fjölmennur hópur palestínskra fanga hefur nú hætt hungurverkfalli sem staðið hefur yfir í 41 dag. Hópurinn, sem telur um 800 manns og er í haldi í fangelsum í Ísrael, fór í hungurverkfall til að knýja á um aukin réttindi. Meðal krafna þeirra var að...
27.05.2017 - 14:45

Notaði sæði úr sjálfum sér við tæknifrjóvganir

Grunur er uppi um að hollenskur læknir, Jan Karbaat, hafi notað sæði úr sjálfum sér við tæknifrjóvganir en ekki úr sæðisgjöfum sem skjólstæðingar hans völdu. AFP fréttastofan greinir frá því að DNA rannsókn hafi leitt í ljós að hann sé líffræðilegur...
27.05.2017 - 13:31

Fjöldi á flótta vegna hertra árása

Mörg hundruð eru nú á flótta frá borgunum Albu Kamal og Mayadeen í austurhluta Sýrlands eftir fjölda loftárása undanfarna daga þar sem tugir hafa látið lífið. Borgirnar eru á valdi samtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þar hafa reglulega...
27.05.2017 - 13:40

Bretar lækka viðbúnaðarstig að nýju

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að viðbúnaðarstig í landinu hefði verið lækkað að nýju eftir að hafa verið sett á hæsta stig vegna hryðjuverksins í Manchester á mánudag. Þeir hermenn sem voru kallaðir út til að aðstoða...
27.05.2017 - 11:17

„Fyrsta sinn sem við upplifum svona hér"

Mikil ólæti voru í Toveshøj í Brabrand í vesturhluta Árósa í gær. Að sögn Muhammad Azfar Karim, sem býr í hverfinu ásamt fjölskyldu sinni, safnaðist fólk saman á götum úti og heyrði hann lætin vel heim til sín um kvöldmatarleytið. Hann stundar...
27.05.2017 - 09:39