Erlent

Stórbruni hjá Volvo í Gautaborg

Engan sakaði þegar eldur kom upp í verksmiðju Volvo bílasmiðjanna í Torslanda í Gautaborg í morgun. Eitraðan reyk lagði frá eldinum, svo að vissast þótti að flytja um 150 starfsmenn fyrirtækisins á brott. Tugir slökkviliðsmanna voru sendir á staðinn...
28.03.2017 - 11:14

Fundu lík í sokkinni ferju - myndskeið

Líkamsleifar eins farþega hafa fundist í ferjunni Sewol sem sökk undan ströndum Suður Kóreu árið 2014. Flaki ferjunnar var í síðustu viku lyft í heilu lagi upp á yfirborðið. Yfir þrjú hundruð manns fórust þegar ferjan sökk, aðallega börn og...
28.03.2017 - 10:44

Vísindamenn hefja leit að tasmaníutígrum

Skipulögð leit er hafin að tasmaníutígrum í fylkinu Queensland í Ástralíu eftir að „trúverðugar“ ábendingar bárust um að sést hefði til þeirra þar. Tasmaníutígurinn hefur verið talinn útdauður í 80 ár þótt fólk haldi því reglulega fram að hann hafi...
28.03.2017 - 10:27

Debbie flokkuð sem náttúruhamfarir

Fellibylurinn Debbie, sem herjar á Queensland í norðvesturhluta Ástralíu, hefur verið skilgreindur sem náttúruhamfarir. Vindhraðinn sló í 75 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Nokkuð hefur dregið úr vindhraðanum síðustu klukkustundirnar.
28.03.2017 - 09:55

Kannabisneysla lögleg í Kanada frá júlí 2018

Ríkisstjórn Justins Trudeau og Frjálslynda flokksins leggur á næstu vikum fram lagafrumvarp um lögleiðingu kannabisneyslu í Kanada. Samkvæmt frumvarpinu verður almenn neysla kannabisefna lögleg alstaðar í Kanada frá júlí á næsta ári. Þar með yrði...
28.03.2017 - 06:34

Hamfarastormurinn Debbie genginn á land

Fellibylurinn Debbie er genginn á land í Queensland í Norðaustur-Ástralíu og hamast þar á öllu sem fyrir verður af ógnarkrafti. Debbie er fjórða stigs fellibylur en enn er talin hætta á að hann sæki enn frekar í sig veðrið og falli í flokk fimmta...
28.03.2017 - 05:39

10 ára sænskur meistaraknapi á íslenskum hesti

Hin tíu ára Tekla Petersson frá Hosaby í Blekingehéraði er sænsku barnanna best í því að sitja íslenskan hest. Hún varð Svíþjóðarmeistari barna á aldrinum 10 - 13 ára síðasta haust. Þá sat hún hest móður sinnar, Mugg, en nú stefnir hún að því að...
28.03.2017 - 03:48

Joe Biden hefði viljað verða forseti

Joe Biden, sem gegndi embætti varaforseta Bandaríkjanna á valdatíma Baracks Obama, telur að hann hefði getað lagt Donald Trump að velli ef hann hefði boðið sig fram í forsetakosningunum í fyrra. Biden sagði þetta á fundi með nemendum Colgate...
28.03.2017 - 03:09

Óttast að stríðsglæpir séu framdir í Mósúl

Mjög aukið mannfall meðal almennra borgara í Mósúl undanfarna mánuði, í loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og átökum Írakshers og vígamanna Íslamska ríkisins á jörðu niðri, vekur áleitnar spurningar um réttmæti árásanna og hvort nóg sé...
28.03.2017 - 02:27

Tyrkir opna kjörstaði í 57 löndum

Kjörstaðir fyrir Tyrki búsetta utan Tyrklands voru opnaðir í 57 löndum í dag. Þeir verða opnir í hálfan mánuð. Enginn kjörstaður verður opnaður hér á landi.
27.03.2017 - 22:21

40 ár frá stærsta flugslysi sögunnar

Fjörutíu ár eru í dag frá mannskæðasta flugslysi sögunnar. 583 létust 27. mars 1977, þegar tvær Boeing-þotur rákust saman á flugvellinum á Tenerife á Kanaríeyjum. Slysið varð til þess að öll samskipti flugstjóra og flugumferðarstjóra voru...
27.03.2017 - 20:14

Hryðjuverkaógn og æðruleysi

Grunnreglan í breskri löggæslu að lögreglumenn séu almennt óvopnaðir og svo möguleikar yfirvalda til að hlera samskiptaforrit er til umræðu eftir hryðjuverkaárásina í London á miðvikudaginn var. En hryðjuverk hafa lengi verið viðvarandi ógn í...

Engin tengsl við hryðjuverkasamtök

Breska lögreglan segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að Khalid Masood, sem varð fimm að bana og særði fjörutíu í Lundúnum í síðustu viku, hafi aðhyllst öfgafullar íslamskar trúarskoðanir. Þá hefur ekkert komið í ljós um að hann hafi...
27.03.2017 - 16:23

Fjárfesta í Bretlandi fyrir 5 milljarða punda

Stjórnvöld í Katar ætla að verja fimm milljörðum sterlingspunda til fjárfestinga í Bretlandi næstu fimm árin. Abdullah bin Nasser bin Khalifa al-Thani forsætisráðherra landsins greindi frá þessu í dag. Tilgangurinn er að efla efnahag Breta eftir að...
27.03.2017 - 15:46

Kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands hófst í dag. Þrjár milljónir Tyrkja sem búsettir eru í sex Evrópulöndum geta greitt atkvæði um þær. Um það bil helmingur þeirra býr í Þýskalandi. Tilgangurinn með breytingunum er...
27.03.2017 - 15:14