Erlent

Fannst á lífi eftir nærri sjö vikna hrakning

Eftir nærri sjö vikna leit fundu björgunarmenn ungt par sem týndist á göngu um Himalaya-fjöll í Nepal. Konan, sem var 19 ára, var látin þegar björgunarfólk kom, en 21 árs gamall karlmaðurinn fannst á lífi og nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í...
27.04.2017 - 01:48

Vilja lækka skatta á fyrirtæki og tekjuháa

Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta stefnir að því að lækka skatta á fólk og fyrirtæki og afnema erfðaskatt. Tillögur þessa efnis voru kynntar í dag. Fjármálaráðherra landsins, Steven Mnuchin, segir þetta mestu skattalækkanir í sögu...
26.04.2017 - 22:23

Boðar hertari refsiaðgerðir gegn Norður Kóreu

Bandaríkjastjórn hyggst herða refsiaðgerðir gegn yfirvöldum í Norður Kóreu og efla enn samvinnu við bandamenn í baráttunni gegn efnavopnatilraunum þeirra. Þetta kom fram á fundi Bandaríkjaforseta með þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings nú í...
26.04.2017 - 21:40

Obama fær 400 þúsund dali fyrir ræðuhöld

Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, þiggur 400 þúsund Bandaríkjadali fyrir það eitt að halda ræðu á þingi sem Cantor Fitzgerald, fjárfestingabanki á Wall Street heldur. Frá þessu greinir New York Times. 400 þúsund dalir eru jafnvirði ríflega...
26.04.2017 - 20:52

Fjórir hvítir tígrishvolpar fæddust í dýragarð

Tígrishvolparnir Falco, Toto, Mia og Mautzi vöktu mikla athygli í dýragarðinum í Kernhof í Austurríki í dag. Hvolparnir eru hvítir tígrar en fæðingar slíkra dýra eru mjög sjaldgæfar. Enn sjaldgæfara er að fjórburar fæðist. Hvolparnir fæddust 22....
26.04.2017 - 20:43

Hreindýrahjörð í hægvarpi

Starfsmenn norska ríkisútvarpsins (NRK) hafa enn á ný lagt upp í metnaðarfullan leiðangur. Nú sýna þeir beint frá því þegar hreindýrahjörð fetar sig frá vetrarstöðvunum í Lapplandi niður til sumarhaganna. Til þess að komast leiðar sinnar verður...
26.04.2017 - 20:27

Myndavélar notaðar við dómgæslu á HM 2018

Myndbandsvélar verða notaðar til að aðstoða við dómgæslu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla á næsta ári. Þessu hét Gianni Infantino, forseti FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandsins, í dag.
26.04.2017 - 17:09

Vaxandi spenna í Kasmír

Spenna hefur farið vaxandi í indverska hluta Kasmír að undanförnu. Yfirvöld hafa af þeim sökum fyrirskipað að lokað skuli fyrir vinsæla samfélagsmiðla á Netinu á borð við Facebook, Twitter og WhatsApp vegna vaxandi átaka. 
26.04.2017 - 16:31

Leikstjóri Silence of the Lambs látinn

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn og leikstjórinn Jonathan Demme er látinn 73 ára að aldri. Blaðafulltrúi hans greindi frá þessu í dag. 
26.04.2017 - 16:17

Enn ógn af efnavopnum

Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn efnavopnum undanfarna tvo áratugi stafar enn ógn af slíkum vopnum. Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við athöfn í höfuðstöðvum Efnavopnastofnunarinnar í Haag...
26.04.2017 - 15:47

Kínverjar áhyggjufullir

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvatti í dag Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn til að hætta heræfingum við strendur Kóreuskaga og Norður-Kóreumenn til að leggja kjarnorkuáætlanir sínar á hilluna, til að lægja þar öldur.
26.04.2017 - 14:54

Leyndarmál Cristiano Ronaldo

Cristiano Ronaldo fagnaði því að hann væri dýrasti knattspyrnumaður heims á lúxushóteli í Las Vegas. Ung kona sem sótti einkasamkvæmi í svítu hans hringdi í lögregluna og fór á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Málið var á endanum útkljáð...
26.04.2017 - 14:46

Ætlar að lækka skatta á fyrirtæki

Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi í dag fram tillögu um víðtækar breytingar á skattalöggjöf vestanhafs. Í tillögunum felst að skattur á fyrirtæki verði lækkaður verulega.
26.04.2017 - 14:31

Tíu í haldi vegna árásar í París 2015

Tíu eru í haldi í tengslum við rannsókn á árás á verslun í eigu gyðinga í París í janúar 2015. Fréttastofan AFP hefur eftir heimildarmönnum tengdum rannsókninni. 
26.04.2017 - 13:55

Barton hættur eftir veðmálahneyksli

Enski knattspyrnumaðurinn Joey Barton hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir að hafa verið úrskurðaður í átján mánaða keppnisbann fyrir að brjóta reglur enska knattspyrnusambandsins um veðmál. Leikmaðurinn varð uppvís að því að veðja...
26.04.2017 - 13:53