Erlent

Hyggjast stöðva vopnasendingar til Tyrklands

Þýsk stjórnvöld hyggjast stöðva vopnasendingar til Tyrklands vegna deilu ríkjanna um handtöku þýsks baráttumanns fyrir mannréttindum. Þessu er greint frá í þýska dagblaðinu Bild í dag. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerðist því Þjóðverjar...
21.07.2017 - 08:43

Körlum yngri en 50 ára bannaður aðgangur

Karlmenn undir 50 ára aldri mega ekki fara inn í gamla hluta Jerúsalemborgar á meðan múslimar fara með föstudagsbænir sínar. Frá þessu greinir lögreglan í Ísrael í tilkynningu í morgun. 

Stjórnvöld í Pyongyang svara ekki fundarboðum

Ekkert varð af fyrirhuguðum fundi sem Moon Jae-In, nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, hafði boðað Kim Jong-Un, starfsbróður sinn norðan landamæranna á. Moon vildi ræða ástandið á Kóreuskaga og reyna að losa um spennuna á milli ríkjanna. Stjórnvöld í...
21.07.2017 - 06:11

99 látnir í mótmælum í Venesúela

Tveir ungir karlmenn létust í mótmælum í Venesúela í gær. Stjórnarandstæðingar boðuðu verkfall um land allt til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda. 24 ára maður lést í Los Teques hverfinu í útjaðri Caracas, auk þess sem þrír særðust í átökum. 23 ára...
21.07.2017 - 05:39

Lögmenn Trumps rannsaka rannsakendur

Lögmenn og aðstoðarmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta reyna nú af öllum mætti að grafa undan rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara á tengslum starfsliðs kosningaframboðs Trumps við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar telja Trump vilja víkja...
21.07.2017 - 05:16

Þúsund bætt í lögreglulið Ríó

Brasilísk stjórnvöld sendu eitt þúsund lögreglumenn til Ríó de Janeiro til þess að reyna að stemma stigu við vaxandi ofbeldi í borginni undanfarna mánuði. AFP fréttastofan hefur eftir ráðherra öryggismála í Brasilíu, Sergio Etchegoyen, að 620...
21.07.2017 - 04:27

AGS og evruríki henda líflínu til Grikkja

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti seint í dag nýja lánaáætlun til Grikkja sem hljóðar upp á 1,8 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 190 milljarða króna. Grikkir fá þó peninginn ekki í hendurnar strax, heldur greindi AGS frá því að lánið...
21.07.2017 - 01:30

Mannskæður jarðskjálfti á Eyjahafi

Tveir ferðamenn létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 sem átti upptök sín þar nærri. Að sögn yfirvalda var annar þeirra sænskur en hinn tyrkneskur. Skjálftamiðjan var í hafinu, rúmum tíu kílómetrum suður af tyrkneska...
21.07.2017 - 00:39

Kona og þrjú börn myrt í Gautaborg

Allt bendir til þess að kona og þrjú börn hafi verið myrt í Gårdsten í Angered í Svíþjóð í nótt.  Angered er um sextíu þúsund manna úthverfi Gautaborgar og margir íbúa eru innflytjendur. Slökkvilið var kallað til vegna reyks sem lagði frá íbúð í...
20.07.2017 - 21:31

O.J. Simpson fær reynslulausn

O.J. Simpson, fyrrverandi ruðningsboltakappi og kvikmyndaleikari, verður látinn laus til reynslu, eftir að hafa setið níu ár í fangelsi í Nevada ríki fyrir vopnað rán. Fjórir fulltrúar fangelsisyfirvalda í Nevada komust að þessari niðurstöðu í dag,...
20.07.2017 - 19:06

Eignir Lula da Silva frystar

Dómari í Brasilíu fyrirskipaði í gær að eignir og bankainnistæður Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, skyldu frystar. Lula var fyrr í þessum mánuði dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi sakaður um spillingu.
20.07.2017 - 09:33

Grunaður vitorðsmaður handtekinn í Danmörku

Lögreglan í Danmörku hefur í haldi mann grunaðan um aðild að hryðjuverkaárás á skemmtistað í Istanbúl í Tyrklandi um áramótin.
20.07.2017 - 08:21

CIA hættir stuðningi við uppreisnarmenn

Bandaríska leyniþjónustan CIA ætlar að hætta stuðningi við hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi sem berjast gegn Assad forseta. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum stuðningi Bandaríkjamanna við uppreisnarmenn.
20.07.2017 - 08:11

Loftslagsvísindamenn flykkjast til Frakklands

Hundruð loftslagsvísindamanna hafa sótt um vinnu í Frakklandi eftir ákall Emmanuels Macrons í síðasta mánuði. Á meðal vísindamannanna er fjöldi Bandaríkjamanna sem annað hvort misstu vinnuna eða vilja ekki vinna undir ríkisstjórn Donalds Trumps...
20.07.2017 - 06:41

Loftgæðum hrakað þrátt fyrir aðgerðir

Þrátt fyrir aðgerðir kínverskra stjórnvalda hafa íbúar stórborga notið færri daga með hreinu lofti á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Stjórnvöld heita því að halda aðgerðum áfram, þar á meðal að minnka kolabrennslu, minnka útblástur...
20.07.2017 - 06:20