Erlent

Veðursprengja á Nýja-Sjálandi

Stormur, flóð, kuldakast og snjór til fjalla fylgdu öflugri lægð sem fór yfir Nýja-Sjáland um helgina. Þar er sumar á þessum tíma árs og íbúar því óvanir því að sjá fjöllin hvít. Heitt loft frá Ástralíu myndaði lægð þegar það fór yfir Tasmaníuhaf....
23.01.2017 - 07:10
Erlent · Eyjaálfa · Veður

Tæmdi næstum ríkissjóð áður en hann fór

Yahya Jammeh, fyrrverandi forseti Gambíu, hirti jafnvirði um 1.200 milljóna króna úr ríkissjóði síðustu vikurnar áður en hann flúði land. AFP fréttastofan hefur þetta eftir einum aðstoðarmanna Adama Barrow, núverandi forseta.
23.01.2017 - 06:08

Rafhlöður kveiktu í Note 7

Rannsókn Samsung á vandræðum Galaxy Note 7 símanna sinna leiddi í ljós að galli í rafhlöðum olli því að símarnir ofhitnuðu og brunnu. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Engu öðru í tækjabúnaði eða hugbúnaði símans var um að kenna....
23.01.2017 - 05:51

Mannskætt óveður í Bandaríkjunum

Minnst 16 eru látnir af völdum óveðurs sem geisað hefur í Mississippi og Georgíu í Bandaríkjunum um helgina. Bálhvasst var í ríkjunum og fór hvirfibylur í gegnum hjólhýsagarð í Dougherty-sýslu í Georgíu með þeim afleiðingum að sjö létu lífið.
23.01.2017 - 05:25

Sósíalistar velja á milli Hamon og Valls

Franskir Sósíalistar þurfa að velja á milli Benoit Hamon og Manuel Valls í forkjöri flokksins fyrir forsetakosningarnar í apríl. Þetta er niðurstaðan eftir fyrstu umferð forkjörsins þar sem Hamon, sem er fyrrverandi menntamálaráðherra, hlaut um fimm...

Ísrael bindur miklar vonir við Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, eru sammála um að friður náist aðeins með beinum samningaviðræðum á milli Ísraels og Palestínu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu eftir símtal...

Annar sannleikur Trumps og Spicers

Kellyanne Conway, einn ráðgjafa Donalds Trump forseta Bandaríkjanna, segir hann og fjölmiðlafulltrúa hans, Sean Spicer, ekki hafa logið í ræðum sínum í gær. Heldur hafi þeir sagt annan sannleika en fjölmiðlar. Þetta sagði hún í viðtali í...
23.01.2017 - 02:09

Margir minntust Birnu í Nuuk - myndskeið

Fjöldi fólks kom saman fyrir utan íslenska sendiráðið í Nuuk í kvöld til þess að minnast Birnu Brjánsdóttur. Aviâja E. Lynge, sem stofnaði viðburðinn, segist afar tengd Íslandi og Íslendingum, enda sé besta vinkona hennar íslensk. Aviâja telur að...
23.01.2017 - 00:40

Trump ofmat fjöldann sem mætti á innsetninguna

Fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump segir að fjölmiðlar hafi flutt falskar fréttir um fjölda fólks sem fylgdist með innsetningu forsetans í fyrradag, og þurfi að svara fyrir fréttaflutning sinn. Myndir úr lofti sýna að mun fleiri mættu á innsetningu...
22.01.2017 - 13:01

Páfi ber Trump saman við Hitler

Frans páfi varaði við því að fólk falli fyrir lýðskrumi. Í viðtali við spænska dagblaðið El Pais er haft eftir páfa að lýðskrum gæti leitt til þess að fólk líti á menn eins og Hitler sem frelsandi leiðtoga.
22.01.2017 - 05:47

Varað við flóðbylgjum í Kyrrahafi

Jarðskjálfti af stærðinni átta varð um 40 kílómetrum vestur af Papúa Nýju-Gíneu um klukkan hálf fimm í nótt. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á ströndum Papúa Nýju-Gíneu, Indónesíu, Nauru, Vanúatú og Salómonseyja og fleiri Kyrrahafseyja á...
22.01.2017 - 05:26

Segir Brexit grafa undan friðarsamningi

Með útgöngu Norður-Írlands úr Evrópusambandinu eru forsendur friðarsamnings, sem kenndur er við föstudaginn langa, brostnar. Breska dagblaðið The Guardian hefur þetta eftir Gerry Adams, formanni Sinn Féin. Adams telur að grafið verði undan...
22.01.2017 - 04:57

Fjölmiðlar teknir á teppið í Hvíta húsinu

Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ýjaði að því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, komi til með að snupra fjölmiðla. Spicer hélt stutta tölu yfir fréttamönnum í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann sagði meðal annars að aldrei hafi...
22.01.2017 - 03:49

Jammeh yfirgefur Gambíu

Yahya Jammeh, leiðtogi Gambíu síðustu rúma tvo áratugi, er flúinn frá landinu. Hann lýsti því yfir fyrr í dag að hann ætli að víkja úr embætti fyrir Adama Barrow, sem vann sigur í forsetakosningunum í desember.
22.01.2017 - 00:24

Milljónir marseruðu til stuðnings jafnréttis

Talið er að yfir hálf milljón hafi komið saman bæði í Los Angeles og New York í kvöld til þess að berjast fyrir auknu jafnrétti. Kvenréttindagangan Women's March var gengin í mörgum borgum Bandaríkjanna og víðar um heim í allan dag. Þema...
21.01.2017 - 23:17