Víkingur leikur Goldberg-tilbrigðin
Í október síðastliðnum kom út hjá Deutsche Grammophone útgáfufyrirtækinu hljóðritun á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bachs í flutningi Víkings Heiðars Ólafssonar. Víkingur tileinkar tónleikaárið 2023 - 24 Goldberg-tilbrigðunum og leikur á tæplega 100 tónleikum út um víða veröld og í mörgum af virtustu tónleikahúsum heims.
Goldberg-tilbrigðin voru samin árið 1741 og teljast nú til helstu meistaraverka tónlistarsögunnar. Í þættinum verður ljósi brugðið á Goldberg-tilbrigðin í samtali við Víking Heiðar Ólafsson og hljóðritun verksins svo flutt í heild sinni en hún tekur tæpar 80 mínútur í flutningi.
Umsjón með þættinum hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir.