Verst er farið með vinnukonurnar
Vinnukonur fyrri tíma áttu margar hverjar erfiða ævi. Þær þræluðu í þágu annarra meðan þær höfðu þrek til en þrátt fyrir að þær væru fjölmennasta stétt landsins eru þær aukapersónur í Íslandssögunni, oftast nafnlausar og flestum gleymdar. Án strits þeirra hefði samfélagið hvorki þrifist né dafnað - það hefði ekki lifað af. Í þættinum rifjar Lilja Hjartardóttir upp sögur nokkurra vinnukvenna og ræðir jafnframt við Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáld og rithöfund.
Umsjón: Lilja Hjartardóttir.
Aðstoð við dagskrárgerð: Guðni Tómasson.