Útvarpsraddir

Bjarni Felixson

Farið er yfir feril og sögu Bjarna Felixsonar sem íþróttafréttamanns hjá Ríkisútvarpinu, en hann lést 14. september síðastliðinn. Bjarni kom fyrst til starfa sem umsjónarmaður ensku knattspyrnunnar í sjónvarpi haustið 1967. Hann lýsti síðasta leik sínum hjá RÚV síðsumars 2009. Rætt er við Bjarna Fel, en einnig eru spilaðar upptökur úr fréttum og íþróttalýsingum með Bjarna frá ýmsum tímum, þ.á.m. knattspyrnuleik ÍA og Dynimo Kiev frá 1975, handboltaleik Dana og Íslendinga á HM í Sviss 1986 og móttöku heimsmeistaranna í íslenska landsliðinu í bridge þegar þeir komu með Bermúdaskálina til landsins árið 1991. Þá er leikið brot úr þætti Jónasar Jónassonar, Kvöldgestir, frá júní 1997 þar sem Bjarni var gestur. Auk þess er rætt við samstarfsmenn Bjarna hjá RÚV, þá Ómar Ragnarsson, Adolf Inga Erlingsson og Jón Guðna Kristjánsson. Guðmundur Sæmundsson íslenskukennari á Laugarvatni segir frá málfari Bjarna.

Umsjón: Kristján Sigurjónsson.

(Áður á dagskrá 4. desember 2010)

Frumflutt

5. jan. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Útvarpsraddir

Útvarpsraddir

Í þessum þáttum verður fjallað um útvarpsmenn og konur, sem voru raddir útvarpsins fyrr á árum.

,