Útvarpsleikhúsið: Einsömul mannsrödd
Einleikur sem byggður er á texta úr bókinni Tsjernobyl-bænin eftir hvítrússneska rithöfundinn Svetlönu Alexíevítsj en í henni er fjallað um stærsta kjarnorkuslys allra tíma sem varð í Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986.
Þýðandi er Gunnar Þorri Pétursson og Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir en hún útbjó textann jafnframt til flutnings í útvarpi.
Leikari: Aníta Briem.
Hljóðvinnsla: Gísli Kjaran Kristjánsson.