Tónleikakvöld

Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari og Ungsveit Sinfóníunnar

Hljóðritun frá tvennum tónleikum með framúrskarandi, ungu tónlistarfólki í forgrunni.

- Frá einleikstónleikum Ástu Dóru Finndóttur píanóleikara sem fram fóru í Salnum í Kópavogi, 5. júní sl.

Á efnisskrá eru verk eftir Frederic Chopin, Sergej Rakhmaninov, Sergej Prokofjev, Franz Lizt og Maurice Ravel.

Verkin sem hljóma af tónleikunum:

F. Chopin -Pólónesa í As dúr, op. 53

S. Rachmaninoff -Etude-Tableaux í a moll, op. 39 nr. 6

F. Chopin -Næturljóð í cís moll, op. 27 nr. 1

S. Prokofjev - Sónata nr. 3 í a moll, op. 28

F. Chopin - Næturljóð í Des dúr, op. 27 nr. 2

F. Liszt- Transcendental Etýða nr. 12

F. Chopin - Ballaða nr. 4 í f moll, op. 52

M. Ravel -Jeux d’eau

- Frá tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í Eldborg, Hörpu 29. september sl.

Á efnisskrá er Fanfare for the Common Man eftir Aaron Copland og Sinfónía nr. 9, “úr nýja heiminum” eftir Antonín Dvorák. Sinfónían hljómar hér.

Stjórnandi: Nathanaël Iselin.

Umsjón: Guðni Tómasson.

Frumflutt

8. okt. 2024

Aðgengilegt til

7. nóv. 2024
Tónleikakvöld

Tónleikakvöld

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.

Þættir

,