Tími dísarunnanna
Þátturinn fjallar um sýrenutré, sem einnig heita dísarunnar, í skáldskap og tónlist. Sýrenur eru af smjörviðarætt og bera oftast bleika eða ljósfjólubláa blómaklasa. Á Íslandi blómgast sýrenutré yfirleitt í júní eða júlí, en erlendis blómstra þau á vorin. Í þættinum verður meðal annars leikin tónlist eftir Johann Strauss, Sergei Rakhmaninov, Ernest Chausson og Richard Wagner. Lesnir verða textar eftir Oscar Wilde, Walt Whitman og Jóhann Sigurjónsson. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.