Þorgerður og kórarnir

Frumflutt

25. apríl 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Þorgerður og kórarnir

Í febrúar 2013 var Þorgerði Ingólfsdóttur veitt heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarstarf sitt við Menntaskólann við Hamrahlíð í rúma fjóra áratugi. Í þessum þætti bregða nokkrir kórfélagar, fyrrverandi og núverand og aðrir einstaklingar sem tengst hafa starfi Hamrahlíðarkórsinsi upp mynd af kórnum. Heyra hljóðritun af afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Fram koma Atli Arnarsson, Atli Heimir Sveinsson, Eggert Pálsson, Eiríkur Stephensen, Guðmundur Arnlaugsson, Gunnhildur Halla Carr, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir og Þórunn Erlu Valdimarsdóttir.

Heyra brot úr eftirfarandi tónverkum sem öll eru í flutningi Hamrahlíðarkórsins og/eða Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.

Brot 1 og 2 eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Einars Ólafs Sveinssonar. Hamrahlíðarkórinn syngur. Af disknum Þorkell sem út kom 2008.

Salve mundi domina. Lag eftir Hansruedi Willisegger. Hamrahlíðarkórinn syngur. Hljóðritað á tónleikum 1984.

Umþenking II eftir Atla Heimi Sveinsson. Hamrahlíðarkórinn syngur. Af disknum Vorkvæði um Ísland sem út kom 2002.

Sálmasinfónía Igors Stravinskys. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hamrahlíðarkórinn. Tomas Adés stjórnar á tónleikum í nóvember 2007.

Warning to the Rich (1977) eftir Thomas Jennefelt. Hamrahlíðarkórinn syngur.

Ballettinn Dafnis og Klói (1912) eftir Maurice Ravel. Eva Ollikainen stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hamrahlíðarkórinn syngur. Hljóðritað á tónleikum 2010.

Tröllaslagur eftir Þorkel Sigurbjörnsson við gamalt danskvæði. Hamrahlíðarkórinn syngur. Af disknum Þorkell sem út kom 2008.

Smávinir fagrir eftir Jón Nordal við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Hamrahlíðarkórinn fsyngur. Hljóðritað fyrir RÚV 1981.

Alta Trinita beata. Ítalskur lofsöngur frá 15. öld. Höfundur ókunnur. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur. Hljóðritað í september 1981.

Haustmyndir eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Snorra Hjartarsonar. Hamrahlíðarkórinn syngur. Hljóðfæraleikara

,