Þar standa bankarnir í röðum

Frumflutt

7. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þar standa bankarnir í röðum

Þar standa bankarnir í röðum

Í þættinum verður fjallað um það hvernig bankar hafa stundum blandast inn í íslenska lista- og menningarsögu. Margir af helstu leikurum Leikfélags Reykjavíkur störfuðu í Íslandsbanka eldri. Sigfús Halldórsson tónskáld og annar þekktur tónsmiður, Jón Sigurðsson bankamaður, vann í Búnaðarbankanum. Oft voru merkir listamenn fengnir til þess gera myndverk fyrir bankana, til dæmis málaði Jón Engilberts myndina „Vorgleði“ fyrir Búnaðarbankann árið 1950, en myndin þótti hneykslanleg í sinni upprunalegu gerð svo listamaðurinn varð breyta henni. Í þættinum verður rætt við Jón Ólaf Ólafsson arkitekt um um innréttingar sem þeir Sigurður Einarsson hönnuðu fyrir Búnaðarbankann 1991.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Lesari: Snorri Rafn Hallsson

,