Sögur af Ragnari í Smára

Frumflutt

1. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af Ragnari í Smára

Sögur af Ragnari í Smára

Miðvikudaginn 7. febrúar s.l. voru 120 ár liðin frá fæðingu Einars Ragnars Jónssonar, sem er betur þekktur undir nafninu Ragnar í Smára. Hann var þjósagnapersóna í lifanda lífi; kraftmikill sveitastrákur úr Flóanum sem gerðist iðnrekandi, bókaútgefandi, málverkasafnari og lífið og sálin í tónlistarlífinu í Reykjavík um áratugaskeið. Í þættinum rifjar Jón Karl Helgason upp ýmsar sögur af Ragnari sem varpa ljósi á margþættan persónuleika hans en afhjúpa um leið góð saga ekki gjalda fyrir sannleikann. Jón Karl er sjálfur alinn upp við sögur af Ragnari en sendi líka frá sér skáldævisöguna Mynd af Ragnari í Smára árið 2009.

Ásamt Jóni Karli annast Marteinn Sindri Jónsson framleiðslu þáttarins en efni hans var áður flutt sem lifandi afmæli.

,