
Passía op.28 eftir Hafliða Hallgrímsson
Passía var samin að beiðni Listvinafélags
Hallgrímskirkju í tilefni af kristnitökuafmælinu árið 2000. Hún var frumflutt
í Hallgrímskirkju í febrúar 2001 við frábærar undirtektir og endurflutt og
hljóðrituð í nýrri gerð ári síðar og gefin út hjá finnska útgáfufyrirtækinu
ONDINE.
Passía er tileinkuð Mótettukór Hallgrímskirkju og Herði Áskelssyni.
Flutningurinn er tileinkaður minningu hins mikla listáhugamanns Guðmundar
Hallgrímssonar lyfjafræðings, bróður tónskáldsins, sem lést í febrúar 2013.